Um 500 dæmi um samráð 29. október 2004 00:01 Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira
Með ákvörðun samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna lauk umfangsmestu rannsókn sem samkeppnisyfirvöld hafa tekist á hendur. Hún hófst með húsleit í aðalskrifstofum olíufélaganna þann 18. desember 2001, eftir að Samkeppnisstofnun fékk vísbendingu um að ýmis háttsemi félaganna stangaðist á við samkeppnislög. Í húsleitinni var lagt hald á mikið af gögnum og fljótlega komu í ljós sterkar vísbendingar um að olíufélögin hefðu haft með sér samráð um langt skeið. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að forstjórar félaganna þriggja hafi hist í september 1991 til að koma sér saman um hvaða tilboð félögin ættu að gera vegna útboðs Herjólfs í Vestmannaeyjum á olíuviðskiptum. Á næstu misserum hafi þeir hist nokkrum sinnum og rætt ýmis mál sem vörðuðu verðlagningu, álagningu, tilboð og fleira. Á árunum 1990 til 1993 hafi myndast grunnurinn að því margþætta ólögmæta verðsamráði sem einkenndi reksturinn að minnsta kosti þar til í desember 2001. Til að framkvæma samráðið hafi olíufélögin átt í tíðum og skipulögðum samskiptum sín á milli. Fyrir utan fundi forstjóranna hafi verið skipst á orðsendingum og upplýsingum sem vörðuðu samráð í tölvupósti, símtölum eða símbréfum. Í samantekt Samkeppnisstofnunar, sem er ekki tæmandi, koma fram um 500 tilvik ólögmæts samráðs. Olíufélögin bera því við að vegna ónógrar kynningar á samkeppnislögum hafi stjórnendum þeirra ekki verið ljóst að þeir væru að brjóta samkeppnislög. Þetta stenst ekki skoðun að mati samkeppnisráðs þar sem gögn málsins sýni að skipulega hafi verið reynt að hylma yfir samráðinu. Það hafi meðal annars verið gert með orðsendingum um að menn skyldu eyða tölvupósti eftir lestur. Þá hafi átt að afhenda samráðsgögn "yfir borð" í stað þess að vera með "óþolandi glannaskap" og senda þau með símbréfi. Eldsneytiskostnaður vegur þungt í rekstrarkostnaði ýmissa atvinnugreina og hann nemur um fjórum prósentum af útgjöldum almennings. Að mati samkeppnisráðs höfðu olíufélögin samvinnu um að hækka álagningu í þessum viðskiptum. Félögin hafi einnig haft samvinnu um að draga úr afslætti og leggja gjöld á viðskiptavini. Ýmisskonar annað samráð hafi verið milli félaganna og hafi það gengið svo langt að þau ráðfærðu sig hvert við annað um jólagjafir til starfsmanna og styrki til sjómannadagsins. Í niðurstöðu samkeppnisráðs segir að frá gildistöku samkeppnislaganna árið 1993 hafi olíufélögin haft með sér samráð um gerð tilboða í tengslum við formleg útboð. Þegar viðskiptavinirnir hafi freistast til þess að lækka hjá sér eldsneytiskostnað hafi olíufélögin búið svo um hnútana að tilraunir viðskiptavinanna urðu árangurslitlar. Samráð um gerð tilboða hafi átt að viðhalda markaðskiptingu félaganna og treysta afkomu þeirra. Samkeppnisráð tekur dæmi af Landhelgisgæslunni og Reykjavíkurborg sem áttu í mörg hundruð milljóna króna viðskiptum við olíufélögin. Þau hafi hins vegar komið sér saman um hvaða verð þau myndu bjóða og hvert þeirra fengi söluna. Samkomulag hafi verið um að það félag sem fengi söluna skipti hagnaði af sölunni með hinum olíufélögunum. Samráð sem þetta var meðal annars viðhaft í viðskiptum við ÍSAL, dómsmálaráðuneytið, Vegagerðarina og Norðurál. Olíufélögin gripu til margs konar aðgerða í því skyni að skipta á milli sín markaðnum að mati samkeppnisráðs. Lengst af tímabilinu hafi verið í gildi samningur sem kvað á um að olíufélögin myndu ekki stuðla að né koma á viðbótar sölustöðum né smásöludælum á ákveðnum stöðum nema að fengnu samþykki hinna félaganna. Á grundvelli þessa samnings hafi olíufélögin skipt með sér markaðnum, meðal annars í tengslum við samrekstur bensínstöðva víða um land. Þau hafi séð til þess að ekki kæmi til samkeppni á milli þeirra í tilteknum stöðum og spornað í sameiningu gegn því að viðskiptavinir út á landi nytu afslátta eða lækkaðs verðs þegar tekin var upp sjálfsafgreiðsla á bensínstöðvum. Dæmi um það væri samkomulag um að Skeljungur skyldi sitja einn að rekstri bensínstöðvar í Grindavík um fimm ára skeið. Þá hafi olíufélögin skipt með sér einstökum viðskiptavinum. Sem dæmi eru nefnd fyrirtæki eins og SR-mjöl, útgerðarfélagið Jökull á Raufarhöfn, ÍSAL, og Kísiliðjan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Sjá meira