Voru að hlýða skipunum 29. október 2004 00:01 Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL. Fréttir Innlent Írak Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Íslensku friðargæsluliðarnir í Afganistan sem slösuðust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl fyrir viku komu heim í gær. Tveir létu lífið í árásinni, bandarísk kona og ellefu ára afgönsk stúlka. Við komuna neituðu þremenningarnir að svara spurningum fjölmiðla um atburðarásina í tengslum við sprengjuárásina og vísuðu í skýrslu sem ætti eftir að koma frá utanríkisráðuneytinu. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að friðargæsluliðarnir þrír, Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson, hafi staðið vakt í klukkustund fyrir utan teppaverslun á Chicken Street í Kabúl þegar árásin var gerð. Ástæðan fyrir vaktinni var sú að yfirmaður þeirra var að kaupa teppi. Þremenningarnir voru klæddir einkennisbúningum og óku ökutæki merktu NATO en vestræn sendiráð og hjálparstofnanir höfðu varað starfsmenn sína við því að fara um götuna. Spurðir hvort þeir hefðu verið varaðir við að fara um svæðið sögðu þeir að Kabúl sjálf væri hættuleg borg. "Við vitum ekkert hvort þetta svæði hafi átt að vera hættulegra en eitthvað annað. Við vissum af hættunni sem fólst í því að vera þarna úti. Við höfðum ákveðið verk að vinna, að hjálpa þeim sem þar búa og til þess að koma Afganistan á réttan kjöl," sagði Haukur. Aðspurðir segjast þeir ekki hafa óttast um öryggi sitt meðan þeir biðu eftir yfirmanni sínum fyrir utan teppabúðina. "Við vorum að vinna okkar verk. Við stóðum þarna þar til okkur hefði verið sagt að fara til baka og gefum ekkert komment á það," sögðu þeir. Við komuna heim klæddust friðargæsluliðarnir þrír bolum með áletruninni: Chicken Street "Shit happens". Þeir svara því neitandi hvort í þeim orðum felist gagnrýni á yfirmann þeirra. "Þetta er útgáfa af svörtum húmor okkar Íslendinga til að komast yfir áfall eins og þetta. Það voru félagar okkur á kampinum sem voru að veita okkur smá stuðning og þekktu okkar íslenska húmor og settu þetta á boli," sagði Steinar. Þeir sögðust ánægðir með að vera komnir heim í faðm fjölskyldunnar og vildu þakka ráðuneytinu fyrir að hafa sent eiginkonur þeirra til Noregs að taka á móti þeim. Steinar og Haukur ætla aftur út til Kabúl eftir hálfan mánuð en Stefán hefur ekki enn tekið ákvörðun þess efnis. Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson kveðjast eftir heimkomu í gærMYND/E.ÓL.Haukur Grönli, Steinar Örn Magnússon og Stefán Gunnarsson svara spurningum fréttamanna eftir heimkomuna í gær.MYND/E.ÓL.
Fréttir Innlent Írak Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira