
Innlent
Bílbeltin björguðu
Tveir bílar ultu, svo að segja á sömu mínútunni, í umdæmi lögreglunnar á Hvolfsvelli um sjö leytið í gær. Í öðru tilvikinu valt nýlegur jepplingur á Suðurlandsvegi í Varmadal á Rangárvöllum. Í bílnum voru hjón með barnabarn en engan sakaði enda allir með beltin spennt. Í hinu tilvikinu valt bílaleigujeppi í Ásahreppi. Þrír Spánverjar voru þar á ferð og björguðu beltin þeim einnig. Báðir skemmdust bílarnir illa og þurfti að fjarlægja þá með krana. Akstursskilyrðing breyttust skyndilega í gær þegar tók að kólna og rigna á sömu stundu. Fraus regnið þegar það snerti veginn og myndaði ísfilmu sem vegfarendur áttuðu sig illa á.