Tvísýnt með Þórólf 1. nóvember 2004 00:01 Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann. Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Tvísýnt er um pólitískt líf Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar um verðsamráð olíufélaganna kom út. Þar ber hans nafn á góma rúmlega hundrað sinnum vegna starfa hans sem framkvæmdastjóri markaðssviðs Essó. Þórólfur hefur sagt í fjölmiðlum að hann hafi ekki haft vitneskju um náið samstarf forstjóra olíufélaganna. Margt í skýrslunni virðist þó benda til annars. Meðal annars segir frá minnisblaði hans til forstjóra Essó þar sem hann lýsir fundi sínum með forstjóra Olís þann 8. september 1994 þar sem margvísleg málefni voru rædd. Í minnisblaðinu segir Þórólfur að forstjóri Olís hafi verið sammála honum þegar hann nefndi að nú þyrftu félögin öll að vera mjög vakandi yfir því að láta ekki egna sér saman í verðstríð í útboðum. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins á Reykjavíkurlistanum, sagði í gær að fréttir um afskipti Þórólfs af verðsamráðinu breyti engu um þá skoðun hans að Þórólfur eigi að vera pólitískur leiðtogi Reykjavíkurlistans í næstu borgarstjórnarkosningum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar á Reykjavíkurlistanum, hefur nýlega sagt að flokkarnir þrír sem standa að listanum ættu að sammælast um Þórólf sem fyrsta kost í sameiginlegu framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segist enn standa við orð sín nú eftir að skýrsla Samkeppnisstofnunar er komin út. Þegar verðsamráð olíufélaganna komst í hámæli fyrir rúmu ári var haldinn fundur með formönnum Framsóknarfélaganna í Reykjavík, formanni Samfylkingarfélags Reykjavíkur og formanns Vinstri grænna í Reykjavík þar sem pólitísk framtíð Þórólfs var rædd. Þá vildi fulltrúi Vinstri grænna setja Þórólf samstundis af. Hins vegar var tekin ákvörðun um að bíða þar til endanleg skýrsla Samkeppnisstofnunar lægi fyrir. Nú þegar skýrslan liggur fyrir er búist við öðrum slíkum fundi nú á næstunni. Auk þess koma fulltrúar Vinstri grænna saman til fundar á næstu dögum. Greina má mikla undiröldu í þeirra röðum vegna málsins og telja margir viðmælendur blaðsins útilokað að Þórólfur verði nokkurn tímann í framboði fyrir Reykjavíkurlistann.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira