
Innlent
Lögregla óskar vitna
Þeir sem urðu vitni að árekstri á gatnamótum Listabrautar og Kringlumýrarbrautar um klukkan hálf ellefu á mánudagskvöld eru beðnir um að gefa sig fram við lögreglu. Áreksturinn varð þegar grár Daihatsu Sirion var ekið vestur Listabraut og beygt til suðurs á Kringlumýrarbraut og grár Subaru Impreza sem ekið var suður Kringlumýrarbraut lentu saman. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðarljósa.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×