Framtíð Þórólfs ræðst í kvöld 3. nóvember 2004 00:01 Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Samstarf flokkanna sem standa að R-listanum er í uppnámi eftir að Vinstri - grænir lýstu því yfir að þeir bæru ekki fullt traust til Þórólfs Árnasonar borgarstjóra. Búist er við að framtíð Þórólfs í borginni ráðist á fundi borgarfulltrúa R-listans í kvöld. Í gær lýsti Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, yfir eindregnum stuðningi flokksins við borgarstjóra. Að kvöldi þess dags lýstu forystumenn Vinstri grænna í Reykjavík, sem standa ásamt Framsóknarflokki og Samfylkingu að samstarfinu, því yfir að þeir bæru ekki traust til Þórólfs vegna þess sem fram kemur í skýrslu Samkeppnistofnunar um samráð olíufélaganna. Meirihlutinn í borgarstjórn fundaði með borgarstjóra í morgun og biðu fréttamenn sjónvarpsmiðlanna eftir þeim. Þeir vildu hins vegar lítið segja. Það eina sem Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi R-listans, sagði var: „Það er ekki að ástæðulausu sem fjölmiðlar eru kallaðir hrægammar,“ þegar fréttamenn spurðu um fregnir af fundinum. Björk bætti því svo við, eftir að fjölmiðlamenn höfðu fylgt fast á hæla hennar, að lausn væri ekki að finna í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi R-listans, sagði að ekkert nýtt væri í málinu. Menn eigi eftir að fara betur yfir málið og leggjast yfir skýrslu Samkeppnisstofnunar. Spurður hvort hann væri ekki búinn að lesa hana sagðist hann vera búinn að því að stórum hluta. Hann vildi ekki tjá sig um hvað honum fyndist um þátt borgarstjóra. Nú klukkan sex hófu flokksmenn úr þeim þremur flokkum sem standa að R-listanum fund hver í sínu lagi en klukkan átta hittist meirihlutinn. Talað hefur verið um að á þeim fundi ráðist framhald samstarfsins og staða Þórólfs. Hann segi sjálfur af sér embætti, verði þvingaður til þess eða samstarfið slitni. Vandamálið sé hins vegar að koma sér saman um hver eigi að taka við af honum og það geti reynst erfitt. Þá tala margir úr þessum hópi um að Þórólfur hafi staðið sig vel, aðrir eigi meiri sök í olíuhneykslinu og ekki hægt að láta Sjálfstæðismenn græða á því með klofningi meirihlutasamstarfsins í höfuðborginni.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira