Tvö ár í fangelsi fyrir bankarán

Bryngeir Sigurðsson var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að ræna Landsbanka Íslands við Gullinbrú í Reykjavík vopnaður öxi sem hann ógnaði gjaldkera og braut glerskilrúm með. Frá refsingunni dregst sá tími sem hann hefur verið í gæsluvarðhaldi. Félagi Bryngeirs sem keyrði hann á ránstað var dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar en ósannað þótti að maður sem var með þeim hefði lagt á ráðin um ránið með þeim. Hann var því sýknaður af ákæru. Landsbankinn gerði kröfu um bótagreiðslu en henni var hafnað.