Forstjórarnir enn í felum 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira