Furðu lostnir bræður áfrýja 5. nóvember 2004 00:01 Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Tvíburabræðurnir Rúnar Ben og Davíð Ben Maitsland voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi, fyrir stórfelldan innflutning á hassi. Einn af þremur dómurum í málinu skilaði séráliti, en hann vildi sýkna bræðurna. Þeir ætla báðir að áfrýja dómnum. "Davíð er sleginn yfir dómnum og segist ekki skilja hvernig saklaus maður geti lent í þessu á Íslandi. Í málinu eru engin fíkniefni, engin fjármálatengsl og engir neytendur heldur aðeins skýrslur erlendra afbrotamanna," segir Jón Egilsson, verjandi Davíðs, um dóminn. Ólafur Sigurgeirsson, verjandi Rúnars, segist halda að þetta sé fyrsta fíkniefnamálið þar sem ákært er og refsað fyrir vegna fíkniefna sem aldrei fundust. Báðir eru verjendurnir sammála sérákvæði eins dómaranna um sýknu. Rúnar er sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á alls 27 kílóum af hassi frá Þýskalandi árið 2002. Davíð er ákærður fyrir að hafa tekið við 23 kílóum af hassinu. Þjóðverjinn Claus Friehe játaði fyrir dómi í maí að hafa flutt inn sjö kíló af hassinu en hans þáttur var klofinn frá málinu þegar hann hafði játað. Rúnar á að hafa keypt efnið til innflutnings frá Þjóðverjanum Reinhold Schröder, sem var nýlega dæmdur í sex ára fangelsi í Þýskalandi í öðru fíkniefnamáli. Í því máli voru karl og kona dæmd til fangelsisvistar, en þau höfðu játað að hafa verið burðardýr á hassi til Íslands. Ekkert af fólkinu fékkst framselt til þess að bera vitni í málinu hér, en eitt burðardýranna, Vibekke Vollet, bar vitni í gegnum síma. Þar sagðist hún hafa afhent Davíð sjö kíló af hassi. Í niðurstöðu dómaranna tveggja, sem sakfelldu bræðurna, segir að við mat á sök sé horft til þess að Rúnar hafi verið sakfelldur í Hæstarétti fyrir að taka við fíkniefnum sem hann hafi keypt af Schröder og að þeir hafi verið í fíkniefnaviðskiptum. Segir að þó framburður Þjóðverjanna hafi ekki verið gefinn fyrir dómi hér á landi gildi þýsku dómarnir sem sönnunargögn. Þá finnst dómnum framburður bræðranna hjá lögreglu og fyrir dómi misvísandi og í heild ótrúverðugur. Dómarinn sem skilaði séráliti segir engin gögn liggja fyrir um hvað hafi orðið um fíkniefnin, enginn kaupandi hefði verið yfirheyrður auk þess sem engin gögn um fjárhag bræðranna bendi til sölu á svo miklu af fíkniefnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira