Jóhanna vill afsögn Þórólfs 5. nóvember 2004 00:01 Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira