Jóhanna vill afsögn Þórólfs 5. nóvember 2004 00:01 Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira
Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Sjá meira