Borgarstjóri segi af sér 6. nóvember 2004 00:01 Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Röskur helmingur landsmanna álítur að Þórólfur Árnason, borgarstjóri, eigi að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins. Þetta kemur farm í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Prófessor í stjórnmálafræði kemur á óvart hve lítils stuðnings borgarstjórinn nýtur. Rúm 55 prósent aðspurðra álíta að Þórólfi Árnasyni beri að víkja úr stóli borgarstjóra en rúm 44 prósent segja að honum sé áfram sætt í ráðhúsinu þrátt fyrir þátt sinn í samráðsmálinu. Konur styðja Þórólf frekar en karlar og íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja heldur að hann sitji áfram sem borgarstjóri en fólk af landsbyggðinni. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir erfitt að túlka niðurstöður könnunarinnar þar sem aðstæður séu um margt einstakar. "Það er hins vegar alveg klárt að einstaklingar sem hafa lent í stormviðri á borð við þetta hafa átt talsverða samúð á meðal fólks. Það gilti um Albert Guðmundsson á sínum tíma og ég held að það hafi líka gilt um Guðmund Árna Stefánsson þegar hann varð að segja af sér ráðherradómi. Því finnst mér þetta ekki mjög mikill stuðningur við Þórólf Árnason. Ég verð hins vegar að játa það að þetta er algerlega huglægt mat. Hver og einn getur haft sína skoðun á því hvað er mikið eða lítið í þessum efnum." Máli sínu til stuðnings bendir Gunnar Helgi á að borgarstjórinn í Reykjavík er vinsælt embætti og að Þórólfur hafi fram að þessu verið farsæll í starfi sínu. "Miðað við það þá sýnir þetta að stuðningur við hann hefur að miklu leyti fjarað út." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Á Þórólfur Árnason að segja af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur vegna olíumálsins? Svarhlutfallið var 87,3 prósent sem telst ágætt.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira