Kristinn fagnar könnun 8. nóvember 2004 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju." Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Hann segir að ekki sé hægt að leggja út af skoðunum Framsóknarmanna einna en þeir voru nánast klofnir í tvo jafnstóra hópa í könnuninni í afstöðu sinni til réttmætis stöðusviptingar Kristins í þingflokknum, til þess séu þeir of fáir: "Miðað við heildarniðurstöðuna er þetta mjög svipað og ég vænti. Á kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi kom líka skýrt fram að menn vildu ekki svona aðferð", segir Kristinn H. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins er sammála Kristni um að niðurstaðan komi ekki á óvart. "Þetta var mjög alvarleg ákvörðun. Kristinn H. Gunnarsson kynnti sjónarmið sín mjög einhliða. Á sama tíma höfum við ekki viljað ræða opinberlega það sem gerst hefur innan þingflokksins." Hjálmar kynnti þingflokknum í gær samþykkt kjördæmisráðsins þar sem hvatt var til þessa að ágreiningur innan þingflokksins yrði leystur. Kristinn H. segist túlka samþykktina á þá vegu að ráðið vilji að báðir þingmenn kjördæmisins hafi "pólitíska vikt" eins og hann kallar það. "Það stendur upp á þingflokkinn að vinna úr þessari afstöðu kjördæmisráðsins. Ég er ánægður með stuðning við mig en ekki síður ánægður með að samstaða náðist, því ef greidd hefðu verið atkvæði hefði einhver tapað", segir Kristinn og segist ekki í vafa um að hafa haft betur ef atkvæði hefðu verið látin ráða um ályktun. Magnús Stefánsson, þingmaður framsóknar í Norðvesturkjördæmi leggur áherslu á að kjördæmisráðið leggi það ekki aðeins á herðar þingflokksins heldur einnig Kristins H. að líta í eigin barm. Um þau orð Kristins að þess sé óskað í kjördæminu að báðir þingmenn hafi pólitíska vikt segir Magnús að þetta sé almennt sjónarmið. "Það verður farið yfir þetta. Það þarf að byggja upp traust að nýju."
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira