Ekki vafasamt fólk til landsins 8. nóvember 2004 00:01 "Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
"Við viljum ekki svona hópa inn í landið," segir Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, um danska meðlimi vélhjólasamtakanna Hogriders, sem vísað var úr landi á laugardag. Georg vill ekki tjá sig um hvaðan upplýsingar um mennina koma en segir lögregluna fylgjast með slíkum hópum. Georg segir suma þá sem vísað var frá landinu hafa verið á sakaskrá, en öðrum verið hafnað einungis vegna tengsla við Hogriders-samtökin sem ríkislögreglustjóri segir hafa tengsl við alþjóðlega glæpastarfsemi. "Það eitt látum við duga í mörgum tilfellum til að vísa mönnum úr landi. Þetta er erfið ákvörðun og kann hún í einhverjum tilfellum að vera vafasöm út frá Evrópurétti," segir Georg. Sex norskir Vítisenglar, sem var vísað frá landinu þegar þeir komu til Seyðisfjarðar í sumar, hafa ráðið lögmann sem undirbýr nú málsókn gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu að sögn Georgs. Þar vilja þeir fá ákvörðun Útlendingastofnunar um frávísun hnekkt. Þeir sem Útlendingastofnun ákveður að vísa frá landinu geta skotið ákvörðuninni til dómsmálaráðherra. Ef ráðherra staðfestir ákvörðun Útlendingastofnunar er hægt að höfða mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá er hægt að höfða mál fyrir Evrópudómstólum og mannréttindadómstóli Evrópu vegna aðildar Íslands að Shengen. "Að einhverra mati kann að vera vegið að ferðafrelsinu og því spurning hvort nægjanlegt sé að menn séu meðlimir í einhverjum klúbbi til að loka landamærunum fyrir þeim," segir Georg. Hann segir það jafnframt hafa verið skíra stefnu yfirvalda að hindra þá sem hafa tengsl við alþjóðleg glæpasamtök í að koma til landsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira