Þórólfur Árnason sagði af sér sem borgarstjóri á blaðamannafundinum sem boðað var til í Höfða klukkan 18. Hann sagðist hafa komið hratt inn í starfið og farið hratt úr því. Hann hættir störfum 30. nóvember. Þórólfur kveðst ekki vita hver taki við af honum sem borgarstjóri. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.