Olíudreifing var skálkaskjól 9. nóvember 2004 00:01 Forystumenn Essó og Olís fullyrtu þegar Olíudreifing var stofnuð árið 1995 að samkeppni yrði ekki minni en áður. Á sama tíma nýttu þeir Olíudreifingu til að miðla upplýsingum sín á milli um viðskiptaleyndarmál. Stofnun Olíudreifingar árið 1995 er gott dæmi um kaldrifjuð áform stjórnenda fyrirtækjanna um að blekkja og klekkja á almenningi. Fyrirtækið var kallað „Leynifélag ODR“ innan olíufélagsins. Þar var upplýsingum um nýja samkeppni olíufélaganna miðlað, upplýsingum um birgðastöðu keppinauta um viðskiptaáform og Olíudreifing miðlaði upplýsingum til félaganna þriggja um þá útgerðarmenn sem keyptu olíu frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna í tengslum við tilraunir LÍÚ að lækka verð á skipaeldsneyti. Stjórnarmenn í olíufélögunum sem fréttastofa hefur rætt við segjast undantekningarlaust ekki hafa vitað af samráði. Ekki verður um villst að stjórnarmenn voru með á nótunum þegar skoðað er sjónvarpsviðtal frá þessum tíma við Gísla Baldur Garðarsson, þáverandi stjórnarformann Olís. Spurður hvort einhver samkeppni verði á milli Olís og Essó, t.d. í smásölu, sagðist hann telja engar forsendur vera til staðar sem bentu til þess að dregið yrði saman í samkeppni. Svo segir hann orðrétt: „Það er ljóst að menn verða í samvinnu um ákveðna þætti sem varða dreifingu en samkeppni á öðrum sviðum, hún verður ekkert minni en hún hefur verið.“ Jafn blákalda lygi er að heyra í svari Geirs Magnússonar, forstjóra Essó, þegar hann var spurður um samkeppnina sama ár. Hann sagði orðrétt: „Samkeppni mun verða af fullum krafti eins og verið hefur. Ekki minni.“ Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Forystumenn Essó og Olís fullyrtu þegar Olíudreifing var stofnuð árið 1995 að samkeppni yrði ekki minni en áður. Á sama tíma nýttu þeir Olíudreifingu til að miðla upplýsingum sín á milli um viðskiptaleyndarmál. Stofnun Olíudreifingar árið 1995 er gott dæmi um kaldrifjuð áform stjórnenda fyrirtækjanna um að blekkja og klekkja á almenningi. Fyrirtækið var kallað „Leynifélag ODR“ innan olíufélagsins. Þar var upplýsingum um nýja samkeppni olíufélaganna miðlað, upplýsingum um birgðastöðu keppinauta um viðskiptaáform og Olíudreifing miðlaði upplýsingum til félaganna þriggja um þá útgerðarmenn sem keyptu olíu frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna í tengslum við tilraunir LÍÚ að lækka verð á skipaeldsneyti. Stjórnarmenn í olíufélögunum sem fréttastofa hefur rætt við segjast undantekningarlaust ekki hafa vitað af samráði. Ekki verður um villst að stjórnarmenn voru með á nótunum þegar skoðað er sjónvarpsviðtal frá þessum tíma við Gísla Baldur Garðarsson, þáverandi stjórnarformann Olís. Spurður hvort einhver samkeppni verði á milli Olís og Essó, t.d. í smásölu, sagðist hann telja engar forsendur vera til staðar sem bentu til þess að dregið yrði saman í samkeppni. Svo segir hann orðrétt: „Það er ljóst að menn verða í samvinnu um ákveðna þætti sem varða dreifingu en samkeppni á öðrum sviðum, hún verður ekkert minni en hún hefur verið.“ Jafn blákalda lygi er að heyra í svari Geirs Magnússonar, forstjóra Essó, þegar hann var spurður um samkeppnina sama ár. Hann sagði orðrétt: „Samkeppni mun verða af fullum krafti eins og verið hefur. Ekki minni.“
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira