Varð hált á svellinu 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, segir að skýrsla Samkeppnisstofnunar sé enginn Stóridómur í málinu gegn olíufélögunum. Niðurstöðum hennar hafi verið kröftuglega mótmælt. Hann vísar því á bug að forstjórar olíufélaganna hefðu reynt að fela slóðina en viðurkennir að honum hefði orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum, án þess að hann vilji ræða þau sérstaklega. Hvað varðar sinn þátt í því „meinta“ samráði sem skýrslan fjalli um segir Kristinn það algjörlega úr lausu lofti gripið að hann hafi átt einhvern sérstakan þátt í samráðinu umfram aðra. Hann segir dæmið sem sé nefnt í skýrslunni, og eigi að sýna fram á frumkvæði sitt, hafa gerst liðlega mánuði eftir að hann hóf störf hjá Skeljungi og þremur árum áður en samkeppnislögin tóku gildi. „Ég bara skil ekki svona málatilbúnað,“ segir Kristinn. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. Kristinn segist skilja reiði fólks út í olíufélögin. Hann segir umræðuna hafa verið einsleita og stuðst eingöngu við skýrslu Samkeppnisstofnunar. Það sé ekkert við því að segja en nú fari fleiri að tjá sig. Spurður hver sé ábyrgð einstakra stjórnarmanna í olíufélögunum segir Kristinn að ábyrgðin í þessu máli sé alfarið forstjórans. „Það er undir minni stjórn sem atvik áttu sér stað sem betur hefðu ekki átt sér stað þannig að stjórnarmenn í Skeljungi, sem ég hef átt óaðfinnanlegt samband við og samvinnu með allan þann tíma sem ég sat í stjórninni, hverjir sem sátu í stjórninni á hverjum tíma, þeir gátu með engu móti vitað um þesi tilvik,“ segir Kristinn. Hægt er að hlusta á viðtalið við Kristin með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira