Lagasetning ekki útilokuð 10. nóvember 2004 00:01 Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira
Það er ekki útilokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjaradeilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkisstjórnin hafi útilokað lagasetningu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningaviðræðunum. "Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana," sagði forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari átti fund með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafundur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkisstjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórnarandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og tillögur kennara um gerðardóm. Núverandi staða sé algjörlega óásættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjölskyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráðherra eigi eftir að reynast árangursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launanefndin samþykkti ekki gerðardómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðardóms eins og að semja um kjarasamning.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Sjá meira