Steinunn Valdís borgarstjóri 10. nóvember 2004 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði. Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi var í gær einróma kosin borgarstjóri á fundi borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans eftir mikil átök foringja listans um hver yrði arftaki Þórólfs Árnasonar. "Ég finn fyrst og fremst til auðmýktar gagnvart þessu mikla verkefni. Embætti borgarstjóra er mun stærra en ég sem persóna" sagði Steinunn Valdís í gærkvöldi. Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, skýrði frá vali Steinunnar Valdísar á blaðamannafundi síðdegis í gær. "Steinunn Valdís er Reykjavíkur-listakona í húð og hár. " sagði Stefán Jón þegar hann skýrði frá því að hún yrði borgarstjóri. Steinunn Valdís er 39 ára gömul, sagnfræðingur að mennt og hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá upphafi eða 1994. Hún er formaður skipulags- og byggingarnefndar og varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Steinunn var kjörin eftir mikil átök innan R-listans. Samstaða allra borgarfulltrúa meirihlutans virðist hafa náðst um Dag B. Eggertsson þegar flokksforysta Framsóknar greip í taumana. Dagur óskaði Steinunni til hamingju í gær: "Niðurstaðan varð sú að breiðari samstaða náðist um Steinunni innan flokkanna sem að R-listanum standa". Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Íslands 1992 og var formaður Stúdentaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-listans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sambands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira