Steinunn Valdís XVI 11. nóvember 2004 00:01 1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994. Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
1908-14 Páll Einarsson. Lögfræðingur. Var sýslumaður nyrðra og syðra og síðar bæjarfógeti og enn síðar bæjarstjóri um skeið í Hafnarfirði. Varð sýslumaður í Eyjafirði og bæjarfógeti á Akureyri þegar borgarstjórastörfunum lauk. Síðar varð Páll hæstaréttardómari. 1914-33 Knud Zimsen. Verkfræðingur. Var bæjarverkfræðingur og stundaði athafna- og verkfræðistörf af ýmsu tagi áður, meðfram og eftir borgarstjóratíðina. Var mikilsvirkur í safnaðarstarfi í borginni og stofnaði og stýrði fyrsta sunnudagaskóla KFUM í Reykjavík. 1933-35 Jón Þorláksson. Verkfræðingur. Rak verkfræðistofu og byggingavöruverslun um árabil. Var forsætis- og fjármálaráðherra áður en hann varð borgarstjóri. Var formaður Íhalds- og síðar Sjálfstæðisflokksins. Einnig skólastjóri Iðnskólans. 1935-40 Pétur Halldórsson. Hóf laganám en hætti. Áður og samhliða borgarstjórastarfinu átti Pétur og rak bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Hann sat líka á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 1940-47 Bjarni Benediktsson. Lögfræðingur. Bjarni var prófessor í lögum áður en hann varð borgarstjóri. Síðar þingmaður Sjálfstæðisflokks og ráðherra í mörgum ráðuneytum, m.a. forsætisráðherra. Hann var líka formaður Sjálfstæðisflokksins og ritstýrði Morgunblaðinu. 1947-59 Gunnar Thoroddsen. Lögfræðingur. Stundaði lögmannsstörf, var prófessor við HÍ og þingmaður Sjálfstæðisflokks. Eftir borgarstjóratíðina varð Gunnar ráðherra, m.a. forsætisráðherra, sendiherra og hæstaréttardómari. 1959-60 Auður Auðuns. Lögfræðingur. Fyrst kvenna til að ljúka lögfræðiprófi frá HÍ og stundaði lögmannsstörf fram að borgarstjóratíð. Var borgarstjóri í tæpt ár við hlið Geirs Hallgrímssonar. Var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð dómsmálaráðherra. 1959-72 Geir Hallgrímsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku og varð forstjóri H.Ben. Undir lok borgarstjóratíðar sinnar var Geir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar forsætis- og utanríkisráðherra. Seðlabankastjóri undir lok starfsferilsins. 1972-78 Birgir Ísleifur Gunnarsson. Lögfræðingur. Stundaði lögmennsku áður en hann varð borgarstjóri. Að þeim ferli loknum var Birgir kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og varð síðar menntamálaráðherra. Enn síðar Seðlabankastjóri. 1978-82 Egill Skúli Ingibergsson. Verkfræðingur. Vann ýmis verkfræðistörf fyrir raforkufyrirtæki og var m.a. rafveitustjóri á Vestfjörðum. Stofnaði eigin verkfræðistofu og starfaði þar áður og eftir að hann varð borgarstjóri. 1982-91 Davíð Oddsson. Lögfræðingur. Vann lengst af hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur áður en hann varð borgarstjóri. Var kjörinn á þing og varð forsætisráðherra og síðar utanríkisráðherra. Davíð er formaður Sjálfstæðisflokksins. 1991-94 Markús Örn Antonsson. Var fréttamaður, ritstjóri tímarita, útvarpsstjóri og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins áður en hann varð borgarstjóri. Eftir það varð Markús framkvæmdastjóri Útvarps og síðar útvarpsstjóri á ný. Tók þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir þingkosningarnar 1995. 1994 Árni Sigfússon. Próf í opinberri stjórnsýslu. Var m.a. frkvstj. Stjórnsýslufélags Íslands og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Tók við embætti hundrað dögum fyrir kosningarnar 1994. Síðar varð hann framkvæmdastjóri Tæknivals og enn síðar bæjarstjóri í Reykjanesbæ. 1994-2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Sagnfræðingur. Var m.a. borgarfulltrúi og þingkona Kvennalista áður en hún varð borgarstjóri. Lét af störfum til að bjóða sig fram til Alþingis. Er varaþingmaður í Reykjavík og varaformaður Samfylkingarinnar. 2003-04 Þórólfur Árnason. Verkfræðingur. Var markaðsstjóri Marels og Essó og framkvæmdastjóri Tals. Tók við embætti þegar Ingibjörg Sólrún lét af störfum. Framtíð hans er óljós. 2004- Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Sagnfræðingur. Formaður og framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. Vann á Rannsóknarstofu í kvennafræðum og Leiðbeiningastöð heimilanna. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans frá 1994.
Afsögn Þórólfs Árnasonar Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira