Lög sett á verkfallið 11. nóvember 2004 00:01 Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku. Fulltrúar sveitarfélaga og kennara funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem virðist vera það eina sem deilendur geta sammælast um. Hún er sögð grafalvarleg og engin von á sáttum. Í gær mat ríkissáttasemjari það enda svo að ekki væri möguleiki á að skammtímasamningur yrði gerður og sveitarfélögin höfnuðu tillögu kennara um gerðardóm. Til að skólastarf hefjist á nýjan leik virðist fátt eitt annað í stöðunni en að ríkisstjórnin skeri á hnútinn með lagasetningu. Eftir fundahöldin í morgun sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé uppi á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur heimildir fyrir því að síðdegis hafi verið ákveðið að setja lög á verkfallið. Efni þeirra liggur ekki nákvæmlega fyrir en skipaður verður gerðardómur. Þingmenn búa sig undir að sitja í þingsal um helgina og fjalla um frumvarpið. Ætla má að hægt verði að afgreiða málið úr Alþingi fyrir upphaf skólavikunnar. Forsætisráðherra segir lagasetningu neyðarúrræði. Úr herbúðum stjórnarandstöðunnar heyrist að það fari eftir inntaki laganna hver afstaða hennar verði, og hvorki forystumönnum kennara né heldur fulltrúum sveitarfélaganna hugnast slík málalok. Aðrar lausnir virðast þó ekki í sjónmáli. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launananefndar sveitarfélaganna, segir að með því að setja bráðabirgðalög á deiluna færi hana einfaldlega til. Þá sé enn heilmikil vinna eftir. „Hins vegar er það alveg ljóst að gagnvart þjóðinni, gagnvart foreldrum, gagnvart börnum, er auðvitað kominn tími til að starf hefjist í skólunum,“ segir Gunnar.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira