Félögin bera siðferðislega ábyrgð 11. nóvember 2004 00:01 Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
Forstjórar og stjórnir olíufélaganna bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu segir kennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að menn hljóti að velta fyrir sér heilindunum á bak við ýmis samfélagsverkefni félaganna, eins og landgræslu og fleira, þegar upp kemst um samráð félaganna. Samkeppnisstofnun hefur dæmt stóru olíufélögin þrjú til að greiða sektir vegna samráðs síns en Ríkislögreglustjórinn er enn að rannsaka brot forsvarsmanna félaganna. Ketill Berg Magnússon, stundakennari í viðskiptasiðfræði við Háskólann í Reykjavík, segir forstjóra félaganna einnig bera siðferðislega ábyrgð gagnvart samfélaginu, eins og forstjórar allra annarra fyrirtækja. Það séu nefnilega sterk tengsl á milli fyrirtækja og samfélagsins. Ketill segir þessa ábyrgð eiga við stjórnir félaganna líka. Þær séu æðsta vald fyrirtækjanna og beri siðferðislega ábyrgð á að fyrirtækin brjóti ekki af sér. Þá segir hann mikilvægt að skoða málin í sögulegu samhengi. Það sem samfélaginu þyki rétt á einum tíma, þyki ekki endilega rétt á öðrum. Olíuviðskipti hafi lengi verið með ákveðnum hætti. Hann segir stjórnvöld því bera ábyrgð á að breyta fyrirkomulaginu og það hafi þau gert og sent skýr skilaboð um breytt umhverfi. Forsvarsmenn félaganna sögðust á sínum tíma þurfa tíma til að laga sig að breyttum lögum og aðstæðum en Ketill segir að að sínu mati hafi tíminn verið nægjanlegur, auk þess sem félögunum beri siðferðisleg skylda til að bregðast skjótt við. Þá segir hann umræðuna um málið dæmi um breytt samfélag. Almenningur sé augljóslega orðinn mun meðvitaðri um siðferðisleg málefni og sé farinn að gera meiri siðferðislegar kröfur til fyrirtækja. Þetta sé þó ekki sérílenskt fyrirbæri því sú skoðun fari vaxandi að fyrirtækin beri ábyrgð gagnvart fleirum en eigendum sínum. Olíufélögin hafa veitt verulegum fjárhæðum til umhverfismála, landgræðslu og fleira og þannig lagt sitt af mörkum til betra umhverfis og lands. Á sama tíma brjóta þau af sér með samráði. „Þá spyr maður væntanlega hvort heilindin sem þarna búi að baki séu raunveruleg,“ segir Ketill. „Fylgir hugurinn algjörlega með í því að leggja peninga í landgræðslu? Er ástæðan sú að þau vilji bæta samfélagið eða er ástæðan sú að þau vilji fegra eigin ímynd með markaðsaðgerðum? Það er spurning sem hver og einn ætti að velta fyrir sér,“ segir Ketill.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira