Dómur hvatning fyrir fórnarlömb 12. nóvember 2004 00:01 Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli konu sem vann einkamál gegn þremur mönnum í kjölfar meintrar hópnauðgunar gæti verið hvatning fyrir fórnarlömb nauðgara til að fara sömu leið í dómskerfinu, að sögn Huldu Rósar Rúriksdóttur, lögmanns konunnar. Er þetta fyrsti dómurinn sem kveðinn er upp í einkamáli vegna nauðgunar, að sögn Huldu. Niðurstaða Héraðsdóms var sú að mennirnir, sem voru þrír talsins, skyldu greiða konunni samtals 1,1 milljón króna í miskabætur. Hún hafði kært þá fyrir nauðgun til lögreglunnar í Reykjavík en ríkissaksóknari taldi, að lögreglurannsókn lokinni, ekki til staðar nægileg gögn til að ákæra í málinu. Þá hafnaði dómsmálaráðherra þeim tilmælum lögmanns konunnar að fella ákvörðun ríkissaksóknara úr gildi. Konan ákvað í framhaldi af því að höfða einkamál til skaðabóta, þar sem hún hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi mannanna og þar af leiðandi miska sem þeim bæri að bæta. Í skýrslu sálfræðings, sem mat ástand konunnar eftir atburðinn sagði meðal annars að hún hefði "orðið fyrir miklu andlegu áfalli". "Þessi skjólstæðingur minn hlaut ekki líkamlega áverka en hins vegar mikla andlega áverka," sagði Hulda Rós. "Það má segja, að þar sem að slíkir áverkar lágu fyrir eftir atburðinn þá hefðu þeir ef til vill átt að duga til þess að það yrði ákært. Ég hef ekki svar við því hvort ákæruvaldið hefði tekið öðru vísi á málum ef líkamlegir áverkar hefðu verið til staðar en maður veltir því óneitanlega fyrir sér. Skjólstæðingur minn hélt því alltaf fram að þessi atburður hefði átt sér stað og var staðfastur í lýsingum sínum á því. Mennirnir neituðu við lögreglurannsókn að um nauðgun hefði verið að ræða og ríkissaksóknari mat það svo að ekki væru nægileg gögn til að ákæra í málinu. Spurningin er sú, hvort afstaðan hefði verið önnur hefði konan verið með líkamlega áverka." Hulda Rós sagði að mikið hugrekki þyrfti að hálfu þolanda til að fara svo langt með slíkt mál, eins og gert hefði verið í þessu tilviki.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira