Dræmt hljóðið í gærkvöldi 15. nóvember 2004 00:01 "Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
"Það er auðvelt fyrir sveitarfélögin að ganga að þessu ef þau hafa áhuga á að koma skólunum í gang á vitrænan hátt," sagði Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, síðdegis í gær og taldi æskilegt að gerðardómur liti á miðlunartillöguna sem gólf fyrir frekari hækkanir. "Fólk hefur verið dæmt í nauðungarvinnu. Það er búið að dæma það inn í skólana á kjörum sem það var búið að hafna. Gerðardómur sem væri undir þessari miðlunartillögu eða jafn henni væri úrskurður gegn vilja nærri því allra kennara. Þetta er neyðarástand. Við viljum bara kanna hvort þeir eru tilbúnir að gera eitthvað til að lágmarka þennan skaða og koma skólunum í gang að einhverju leyti," sagði Eiríkur og taldi engan hvata fyrir sveitarfélögin að semja núna. "Ég geri mér hins vegar vonir um að einhver sveitarstjórn hafi þann kjark að ganga fram fyrir skjöldu og semja beint um kjör í sínu sveitarfélagi þannig að skólastarf geti hafist einhvers staðar í eðlilegri mynd." Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga, reyndi að vera bjartsýnn en taldi ólíklegt að samningar tækjust í gærkvöld. Það væri meiri von á þeirri viku sem væri til stefnu. "Þróunin er að sumu leyti úr okkar höndum en okkur ber að halda áfram. Lögin gefa okkur frest til að reyna til þrautar. Þær forsendur sem Alþingi hefur gefið gerðardómi hljóta að vera leiðbeinandi fyrir þá vinnu sem við þurfum nú að takast á við. Vísbendingar eru um að taka mið af kjörum annarra sambærilegra starfshópa. Við eigum einnig að taka tillit til almennrar launaþróunar og auðvitað ber okkur að gæta að hinum efnahagslega veruleika, að varðveita stöðugleikann. Þetta kemur fram í þeim forsendum sem gerðardómi er ætlað að starfa eftir. Við hljótum að taka mið af því í okkar störfum," sagði Gunnar Rafn.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira