Sjálfsvíg fátíð í fangelsum 17. nóvember 2004 00:01 Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir ekki hafa legið fyrir beiðni um innlögn á geðdeild hjá stofnuninni vegna þrítugrar konu sem svipti sig lífi í fangelsinu á mánudagsmorgun. Hann segir sjálfsvíg í íslenskum fangelsum mjög fátíð, mun færri en annars staðar. Ekki hafði verið framið sjálfvíg í íslensku fangelsi í sex ár þegar konan svipti sig lífi. Valtýr segir að konan hefði ekki vistast á geðdeild sem fangi en hún átti innan við mánuð eftir af afplánuninni. Í fangelsunum séu einstaklingar í langtímavistun sem virkilega þurfa á geðdeildarvistun að halda og hefðu fengið hana á undan konunni. Valtýr skrifaði bréf til heilbrigðisráðherra í sumar vegna ónægra úrræða fyrir vistun geðsjúkra fanga. Í DV í gær segir í viðtali við föður konunnar að honum sé spurn yfir aðgerðarleysi fangelsisyfirvalda sem lögðu of seint við hlustir í tilfelli dóttur hans. Faðirinn undrast einnig að konan hafi haft ól sem hún notaði til að svipta sig lífi. Valtýr segist skilja sorgarviðbrögð föðurins en segir jafnframt að tæki séu í hverjum einasta klefa sem hægt sé að nota til sjálfsvíga. Ef ætti að koma algjörlega í veg fyrir slíkt þyrfti að breyta miklu í fangelsum sem hann væri hræddur um að fangar og aðstandendur myndu ekki sætta sig við, meðal annars þyrfti sérstök föt. Í bréfinu til heilbrigðisráðherra segir Valtýr að komið hafi fyrir, þegar geðlæknar hafi sent eða vistað fanga á geðdeild, að þeim hafi annað hvort verið snúið við á tröppunum eða eftir nokkrar klukkustundir. Þeir séu sendir aftur í fangelsin sem er óviðunandi með öllu gagnvart sjúklingunum sjálfum, öðrum föngum og starfsfólki fangelsanna. "Geðsjúkir fangar þrífast illa innan um aðra fanga enda oftast óvinnufærir og hafa slæm áhrif á andrúmsloftið innan veggja fangelsanna," segir í bréfinu. Mat Fangelsismálastofnunar er að núverandi ástand sé óásættanlegt. Þá segir Valtýr að auka þurfi sálfræðiþjónustu á Litla-Hrauni um 50 prósent en nú er starfandi sálfræðingur í 80 prósenta starfi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira