Olíustjórnendur enn að störfum 18. nóvember 2004 00:01 Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er eini forstjóri olíufélaganna þriggja sem hætti ekki störfum í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Hann er annar tveggja eigenda félagsins. Hjá Olís starfa líka Jón Halldórsson hjá markaðssviði stórnotenda og Samúel Guðmundsson í fjárfestingum og áhættustýringu, en þeirra beggja er víða getið í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráðið. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, starfaði hjá félaginu meðan á samráðinu stóð. Margrét Guðmundsdóttir starfar á neytendasviði félagsins og Friðrik Þ. Stefánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði koma þau við sögu í niðurstöðu samkeppnisráðs. Starfsmenn Essó sem eru taldir tengjast samráðinu og starfa enn hjá Essó eru Magnús Ásgeirsson í eldsneytiskaupum og umhverfismálum og Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Þá er í niðurstöðu samkeppnisráðs getið um aðild Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, að samráðinu. Orkan er nú í eigu Skeljungs. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Skeljungs, vildi ekki svara því hvort staða starfsmanna félagsins sem taldir eru tengjast verðsamráðinu sé til athugunar. Ekki náðist í stjórnarformenn Olís og Essó. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrirtæki sem tengjast verðsamráðinu verði að reyna að öðlast traust almennings á nýjan leik. Almennt tíðkist það í þróuðum samfélögum að þegar svona komi upp hreinsi menn til hjá sér til að ná því markmiði. Alþingi Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Þrátt fyrir að olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís hafi skipt um eigendur frá því að verðsamráði þeirra lauk í kjölfar húsleitar Samkeppnisstofnunar þá starfa margir stjórnenda enn hjá félögunum sem taldir eru eiga aðild að samráðinu. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, er eini forstjóri olíufélaganna þriggja sem hætti ekki störfum í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Hann er annar tveggja eigenda félagsins. Hjá Olís starfa líka Jón Halldórsson hjá markaðssviði stórnotenda og Samúel Guðmundsson í fjárfestingum og áhættustýringu, en þeirra beggja er víða getið í niðurstöðu samkeppnisráðs um verðsamráðið. Gunnar Karl Guðmundsson, núverandi forstjóri Skeljungs, starfaði hjá félaginu meðan á samráðinu stóð. Margrét Guðmundsdóttir starfar á neytendasviði félagsins og Friðrik Þ. Stefánsson hjá fyrirtækjasviði. Bæði koma þau við sögu í niðurstöðu samkeppnisráðs. Starfsmenn Essó sem eru taldir tengjast samráðinu og starfa enn hjá Essó eru Magnús Ásgeirsson í eldsneytiskaupum og umhverfismálum og Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri neytendasviðs. Þá er í niðurstöðu samkeppnisráðs getið um aðild Gunnars Skaptasonar, framkvæmdastjóra Orkunnar, að samráðinu. Orkan er nú í eigu Skeljungs. Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Skeljungs, vildi ekki svara því hvort staða starfsmanna félagsins sem taldir eru tengjast verðsamráðinu sé til athugunar. Ekki náðist í stjórnarformenn Olís og Essó. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðum á Alþingi fyrir skömmu að fyrirtæki sem tengjast verðsamráðinu verði að reyna að öðlast traust almennings á nýjan leik. Almennt tíðkist það í þróuðum samfélögum að þegar svona komi upp hreinsi menn til hjá sér til að ná því markmiði.
Alþingi Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira