Gefur tóninn fyrir aðra 18. nóvember 2004 00:01 Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. KRISTJÁN GUNNARSSON Formaður Starfsgreinasambandins. INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Nú tifar klukkan "Endurskoðunarákvæði okkar kjarasamnings koma til endurskoðunar næsta haust. Kjarasamningur kennara kemur inn í það endurmat. Þessi niðurstaða setur allar þær forsendur á hliðina þannig að við munum að sjálfsögðu áskilja okkur rétt til endurskoðunar vegna hans," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. "Þessi samningur hefur klárlega þær afleiðingar að það mun reyna mjög á endurskoðunarákvæði. Þetta hefur áhrif á alla kjarasamninga á vinnumarkaði. Það þarf ekki flókinn útreikning til þess," segir hann og telur að kennarar "hafi farið mjög langt með Launanefndina. Hún er alveg klárlega búin að gefa tóninn fyrir alla aðra sem eiga eftir að semja." Samningar Starfsgreinasambandsins byggjast á verðlags- forsendum og kjarasamningum annarra stéttarfélaga. "Þetta er bara niðurstaðan og nú tifar klukkan." Algjör óvissa Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að kjarasamningur kennara ögri almennum samningum og gæti leitt til frekari launahækkana á almennum markaði ef hann þýðir 30 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. "Endurskoðun á sér stað í nóvember á næsta ári og það ríkir algjör óvissa um hvað sú endurskoðun leiðir til. Það er því klárlega verið að tefla þarna á tæpasta vað eins og reyndar var búið við að yrði," segir Ingólfur. Óvissa ríkir um það hvernig sveitarfélögin munu mæta auknum útgjöldum vegna samningsins. "Maður veit ekki hvort þau munu mæta þeim með hækkun útsvars eða auknum hallarekstri. Ef þau kjósa aukinn hallarekstur þá er það viðbót við þann þensluvanda sem við sjáum framundan á næstu tveimur árum," segir hann. Kennarar eru þó ekki það stór hópur að samningurinn raski stöðugleikanum að mati Ingólfs. "Ef sveitarfélögin hækka útsvarið þá dempar það efnahagslífið á móti. Það eru réttu hagstjórnarlegu viðbrögðin." ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Þensluhvetjandi áhrif Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir ljóst að ef útgjaldaaukningu sveitarfélaganna er ekki mætt með aukinni skattheimtu hafa launahækkanir kjarasamnings kennara þensluhvetjandi áhrif. "Önnur hætta er að í kjölfarið fari aðrar stéttir að biðja um meiri launahækkanir, en það getur kynnt undir nýju verðbólgubáli og óstöðugleika," segir Þorsteinn. "Nýlegar spár benda til þess að verðbólgan haldist innan viðmiðunarmarka Seðlabankans. Ef spennan í hagkerfinu eykst kallar það eftir meiri hækkun stýrivaxta eða meira aðhaldi í öðrum hlutum opinberra fjármála en nú er gert ráð fyrir," segir hann. "Á meðan efnahagslífið fer í gegnum vaxtakipp tengt stóriðjuframkvæmdum er mjög mikilvægt að Íslendingar stígi varlega til jarðar í launasamningum, opinberum fjármálum og lántökum. Í þeirri stöðu sem upp er komin er mikilvægt að við bregðumst við af skynsemi og gerum það sem þarf til að viðhalda á stöðugleikanum á komandi árum." Ekki hættumerki Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, segir að efnahagsleg áhrif kennarasamningsins þurfi ekki að vera hættuleg, samningurinn eigi ekki að setja allt á annan endann í efnahagslífi. "Við erum í uppsveiflu og auðvitað er það ekki besta tímasetningin fyrir svona hækkun. Í uppsveiflu hafa svona hækkanir meiri áhrif en ella. En í heildina held ég að þetta setji ekki allt á annan endann." Hvað fordæmisgildið varðar segir hún að erfitt verði að rökstyðja það að kennarar fái þessa hækkun en ekki aðrir, "sérstaklega vegna þess að þeir virðast ekki vera að kaupa þessa hækkun út á neitt eins og er venjan í svona samningum. En auðvitað kemur þetta út í verðlagið, það er engin spurning." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Kjarasamningi kennara er fagnað hvarvetna í atvinnulífinu, það sé stöðugleiki í sjálfu sér að friður skapist um starf svo stórs launahóps. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er þegar í hættu og margir telja að samningurinn bæti ekki úr skák. KRISTJÁN GUNNARSSON Formaður Starfsgreinasambandins. INGÓLFUR BENDER Forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka. Nú tifar klukkan "Endurskoðunarákvæði okkar kjarasamnings koma til endurskoðunar næsta haust. Kjarasamningur kennara kemur inn í það endurmat. Þessi niðurstaða setur allar þær forsendur á hliðina þannig að við munum að sjálfsögðu áskilja okkur rétt til endurskoðunar vegna hans," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins. "Þessi samningur hefur klárlega þær afleiðingar að það mun reyna mjög á endurskoðunarákvæði. Þetta hefur áhrif á alla kjarasamninga á vinnumarkaði. Það þarf ekki flókinn útreikning til þess," segir hann og telur að kennarar "hafi farið mjög langt með Launanefndina. Hún er alveg klárlega búin að gefa tóninn fyrir alla aðra sem eiga eftir að semja." Samningar Starfsgreinasambandsins byggjast á verðlags- forsendum og kjarasamningum annarra stéttarfélaga. "Þetta er bara niðurstaðan og nú tifar klukkan." Algjör óvissa Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að kjarasamningur kennara ögri almennum samningum og gæti leitt til frekari launahækkana á almennum markaði ef hann þýðir 30 prósenta kostnaðaraukningu fyrir sveitarfélögin. "Endurskoðun á sér stað í nóvember á næsta ári og það ríkir algjör óvissa um hvað sú endurskoðun leiðir til. Það er því klárlega verið að tefla þarna á tæpasta vað eins og reyndar var búið við að yrði," segir Ingólfur. Óvissa ríkir um það hvernig sveitarfélögin munu mæta auknum útgjöldum vegna samningsins. "Maður veit ekki hvort þau munu mæta þeim með hækkun útsvars eða auknum hallarekstri. Ef þau kjósa aukinn hallarekstur þá er það viðbót við þann þensluvanda sem við sjáum framundan á næstu tveimur árum," segir hann. Kennarar eru þó ekki það stór hópur að samningurinn raski stöðugleikanum að mati Ingólfs. "Ef sveitarfélögin hækka útsvarið þá dempar það efnahagslífið á móti. Það eru réttu hagstjórnarlegu viðbrögðin." ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR Hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Þensluhvetjandi áhrif Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir ljóst að ef útgjaldaaukningu sveitarfélaganna er ekki mætt með aukinni skattheimtu hafa launahækkanir kjarasamnings kennara þensluhvetjandi áhrif. "Önnur hætta er að í kjölfarið fari aðrar stéttir að biðja um meiri launahækkanir, en það getur kynnt undir nýju verðbólgubáli og óstöðugleika," segir Þorsteinn. "Nýlegar spár benda til þess að verðbólgan haldist innan viðmiðunarmarka Seðlabankans. Ef spennan í hagkerfinu eykst kallar það eftir meiri hækkun stýrivaxta eða meira aðhaldi í öðrum hlutum opinberra fjármála en nú er gert ráð fyrir," segir hann. "Á meðan efnahagslífið fer í gegnum vaxtakipp tengt stóriðjuframkvæmdum er mjög mikilvægt að Íslendingar stígi varlega til jarðar í launasamningum, opinberum fjármálum og lántökum. Í þeirri stöðu sem upp er komin er mikilvægt að við bregðumst við af skynsemi og gerum það sem þarf til að viðhalda á stöðugleikanum á komandi árum." Ekki hættumerki Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, segir að efnahagsleg áhrif kennarasamningsins þurfi ekki að vera hættuleg, samningurinn eigi ekki að setja allt á annan endann í efnahagslífi. "Við erum í uppsveiflu og auðvitað er það ekki besta tímasetningin fyrir svona hækkun. Í uppsveiflu hafa svona hækkanir meiri áhrif en ella. En í heildina held ég að þetta setji ekki allt á annan endann." Hvað fordæmisgildið varðar segir hún að erfitt verði að rökstyðja það að kennarar fái þessa hækkun en ekki aðrir, "sérstaklega vegna þess að þeir virðast ekki vera að kaupa þessa hækkun út á neitt eins og er venjan í svona samningum. En auðvitað kemur þetta út í verðlagið, það er engin spurning."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira