Mývatnssveitin falleg í frosti 21. nóvember 2004 00:01 Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira