Maðurinn enn ófundinn

Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan er maðurinn sem rændi níu ára stúlku í Kópavogi í síðustu viku ófundinn. Lögreglan hefur fengið margar vísbendingar en engin þeirra hefur enn leitt til handtöku. Stúlkan telur að maðurinn sé um tvítugt, krúnurakaður og með skeggtopp neðan við neðri vör.