Vill leggja hegningarhúsið niður 29. nóvember 2004 00:01 Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Fangelsismálastofnun leggur til að hegningarhúsið við Skólavörðustíg og kvennafangelsið í Kópavogi verði lagt niður. Eins er talið brýnt að nýtt fangelsi með 55 til 60 klefum rísi á Hólmsheiði og taki við vistun allra gæsluvarðhaldsfanga. Kemur þetta fram í markmiðum í fangelsismálum sem Fangelsismálastofnun gerði fyrir vinnuhóp dómsmálaráðuneytisins. Í greinargerð með frumvarpi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er lagt til að nýtt fangelsi verði reist við Reykjavík og fangelsin að Litla-Hrauni, Kvíabryggju og á Akureyri verði stækkuð. Fangelsismálastofnun telur einsýnt að leggja verði hegningarhúsið niður. Þar sé einungis lágmarksaðstaða og fangar hafi lítið sem ekkert við að vera. Þá hafi hegningarhúsið verið rekið á undanþágum heilbrigðisyfirvalda um árabil. Eins telur stofnunin að hætta verði rekstri kvennafangelsisins í Kópavogi. Bærinn sé að vinna að skipulagstillögu um svæðið umhverfis fangelsið og þó formlegt samþykki fyrir tillögunum liggi ekki fyrir sé líklegt að húsið verði að víkja innan þriggja til fimm ára. Einnig er talin vera skortur á aðstöðu og búnaði í fangelsinu. Að jafnaði eru fjórir fangaverðir á Litla-Hrauni bundnir við fangaflutninga. Mikill kostnaður fylgir flutningunum sem eru nauðsynlegir vegna fjarlægðar frá Reykjavíkursvæðinu þangað sem fangarnir þurfa að sækja læknisaðstoð og mæta í dómssal. Í markmiðum Fangelsismálastofnunar er lagt til að móttaka fanga verði í nýja fangelsinu á Hólmsheiði. Eins segir að þar þurfi að vera afeitrunarstöð þar sem fangar geti farið í vímuefnameðferð í upphafi afplánunar. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir reynsluna vera þá að vímuefnameðferð fanga fari fram síðustu sex vikur afplánunar. Meðferðarstofnanir hafi ekki treyst sér til að taka við föngunum fyrr. Áformað var að byggja upp meðferðardeild á Litla-Hrauni árið 2000 og var þá hafist handa við að þjálfa og mennta fangaverði til starfa á deildinni. Sérstök fjárveiting til deildarinnar fékkst hins vegar hvorki á fjárlögum fyrir árið 2002 né árið 2003 og hefur ekki verið unnið að þeim málum formlega síðan.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira