Stílaði hasssendingu á föður sinn 30. nóvember 2004 00:01 Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassi í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðinn. Faðirinn segist ekki hafa vitað að um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hafi verið grunlaus sendingin hafi verið stíluð á hann því sonur hans hafi verið bæði bindindis maður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafn sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassi í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðinn. Faðirinn segist ekki hafa vitað að um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hafi verið grunlaus sendingin hafi verið stíluð á hann því sonur hans hafi verið bæði bindindis maður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafn sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira