Hasssending stíluð á föðurinn 1. desember 2004 00:01 Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló af hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassið í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðnum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hefði ekki haft grun um að hass væri í sendingunni sem var stíluð á hann, enda sonur hans bæði bindindismaður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafni sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði meiri áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Tuttugu og tveggja ára maður hefur verið ákærður fyrir innflutning á fimmtán kílóum af hassi í félagi við föður sinn og tvo jafnaldra sína. Efnin flutti maðurinn í þremur skipaferðum frá Danmörku. Aðalmeðferð í málinu var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fyrstu sendinguna flutti maðurinn inn í varadekki á bíl sínum. Hann fór með Norrænu til Danmerkur þar sem hann keypti tvö kíló af hassi í júní í fyrra. Fíkniefnin afhenti hann vini sínum sem tók að sér að selja hassið ásamt öðrum manni. Til að fjármagna fíkniefnakaupin tók hann bankalán. Í september sama ár fór maðurinn aftur til Danmerkur og keypti fimm kíló af hassi fyrir söluverðmæti frá síðstu ferð. Þar keypti hann einnig dekk og felgur til að fela hassið í. Hassinu kom hann fyrir í dekkjunum inni á hótelherbergi. Sjálfur sagðist hann ekki hafa verið í vandræðum með að koma efnunum fyrir í dekkjunum enda með fimm ára starfsreynslu á hjólbarðaverkstæði. Dekkin sendi hann með Dettifossi til Íslands og stílaði sendinguna á einn manninn sem einnig er ákærður í málinu. Í þriðju ferðina fór maðurinn í desember á síðasta ári og keypti hann þá átta kíló af hassi. Hann faldi hassið með sama hætti og í sendingunni á undan. Í þetta skipti stílaði hann sendinguna á föður sinn. Faðir mannsins var handtekinn þegar hann sótti dekkin á vöruhótel Eimskips í janúar síðastliðnum. Faðirinn segist ekki hafa vitað um hassið fyrr en hann var handtekinn. Hann hefði ekki haft grun um að hass væri í sendingunni sem var stíluð á hann, enda sonur hans bæði bindindismaður á áfengi og tóbak. Aðspurður hvort hann væri ekki syni sínum reiður fyrir að senda hassið á hans nafni sagðist hann vera búinn að fyrirgefa honum og hefði meiri áhyggjur af þeim vanda sem sonur hans væri staddur í. Hinir mennirnir tveir hafa játað sölu á hluta efnanna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent