Þetta er algjört rugl 1. desember 2004 00:01 Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Leikur Þórs og Fram, sem var leikinn síðastliðinn laugardag, hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér. Upp úr sauð undir lok leiksins og í kjölfarið var Framarinn Ingólfur Axelsson dæmdur í fjögurra leikja bann og tveir aðrir leikmenn fengu þrjú refsistig. Þór fékk þar að auki 25 þúsund króna sekt vegna hegðunar áhorfanda og ónógrar öryggisgæslu þar sem leikmönnum var ekki tryggð greið leið að búningsherbergjum. Bæði félög eru verulega ósátt við dóminn og sér ekki fyrir endann á þessu máli. "Þetta er algjört rugl," sagði Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, og vitnaði hann þar til bannsins sem Ingólfur fékk. Aganefnd HSÍ gaf Ingólfi tíu refsistig fyrir framkomu sína en leikmenn fá tíu refsistig fyrir ofbeldi utan vallar, fyrir, eftir og á meðan leik stendur. Að sögn vitna, og Ingólfs sjálfs, stjakaði Ingólfur við leikmanni 3. flokks Þórs, sem öskraði svívirðingar að honum, á leið sinni til búningsherbergja eftir að hafa fengið rautt spjald í leiknum. "Aganefndin virðist dæma út frá dómaraskýrslunni og það er furðulegt því dómararnir sögðu við mig persónulega að þar stæði ekkert sem gæfi tilefni til svona langs banns," sagði Ólafur. Fréttablaðið hafði samband við Bjarna Viggósson, annan dómara leiksins, og hann sagði að dómarar mættu ekki tjá sig um leiki við fjölmiðla. Ólafur er ekki bara ósáttur við bann Ingólfs heldur hefði hann líka viljað sjá harðar tekið á Þórsurunum. "Þeir voru búnir að fá aðvörun og fá 25 þúsund króna sekt núna. Aganefndin er búin að setja fordæmi fyrir önnur félög með þessum dómi. Núna er hægt að haga sér eins og vitleysingur í íþróttahúsum landsins og komast upp með það. Ég hefði viljað sjá 100 þúsund króna sekt á Þór sem og heimaleikjabann," sagði Ólafur sem ætlar að kæra dóminn þó það sé ekki hægt. Fyrst til HSÍ og að lokum til ÍSÍ. Þórsarar eru ekki sáttir við sektina sem þeir fengu og skilja ekki af hverju þeir fengu hana. Skapti Hallgrímsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, hafði lítið um málið að segja er eftir því var leitað en sagði þó eftirfarandi: "Ég er búinn að skrifa greinargerð til HSÍ því ég vil gjarnan fá nánari skýringar á því á hverju dómurinn er byggður. Við erum mjög ósáttir. Þetta er ekki í samræmi við annað og þetta mál er stormur í vatnsglasi. Niðurstaðan er alveg óskiljanleg. Sektin og refsistigin sem okkar maður fær er óskiljanlegt," sagði Skapti.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira