Lífið

Síbleikt jólatré

"Þetta rýkur út, það er ótrúleg spenna í loftinu með þessi tré," segir Helga Thorberg í Blómálfinum sem selur bleik og hvít plastjólatré. "Við vorum með tvo bleika liti en þessi fölbleiki er búinn og ég gæti tárast fyrir því að liturinn sé farinn úr glugganum, en lítið við því að gera," segir Helga og hlær. Hún er nú með dökkbleik tré og hvít og selur stykkið á 2.500 kr., frá 60 cm upp í 180 cm, en þó eru þessi stærstu uppseldIÐA í Lækjargötu hefur einnig boðið litskrúðug jólatré fyrir þessi jól og er sömu sögu að segja þaðan að bleiku trén eru uppseld. Trén eru þar í tveimur stærðum, 40 cm og 60 cm, og kosta 2.990 kr. og 3.990 kr. Í IÐU fengust þær upplýsingar að trén hefðu gjörsamlega slegið í gegn og von væri á fleiri til landsins í næstu viku þannig að þeir sem syrgja bleika litinn úr gluggunum geta tekið gleði sína að nýju. .





Fleiri fréttir

Sjá meira


×