Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eiga nú glöðustu hunda í heimi

Segja má að fjölgun hafi orðið í fjölskyldum tónlistarmannanna og bræðranna Jóns Jónssonar og Friðriks Dórs Jónssonar þegar litlir ferfætlingar bættust í hópinn um jólin. Báðir hafa deilt myndum af litlum hvolpum af tegundinni Havansese á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Gary sem stal jólunum

Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skila­boð há­tíðarinnar

Við höfum lengi búið okkur undir stundirnar sem hófust þegar klukkan sló sex nú i kvöld. Átján mínútum áður var jafnan hefðbundin þögn á gömlu Gufunni. Já, hlé frá 17:42 allt til þess að hljómur kirkjuklukkna úr Dómkirkjunni tók að óma í viðtækjunum. Það var eins og skilaboð um að mínúturnar fyrir jól séu tími biðar og eftirvæntingar, sem þær sannarlega eru – því þegar jólin ganga í garð er tíðin runnin upp, sjálf hátíðin. Við skynjum það líklega best á þessum tíma hvers virði það hefur að nema staðar og segja við sjálfan sig: stundin er núna.

Skoðun
Fréttamynd

Jólakindin Djásn á Stokks­eyri

Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana.

Innlent
Fréttamynd

Alls kyns jól um allan heim

Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg.

Innlent
Fréttamynd

Á vaktinni við lokunar­pósta alla jóla­nótt

Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn. 

Innlent
Fréttamynd

Jóla­gjafir ís­lenskra vinnu­staða

Langflest íslenskt fyrirtæki og stofnanir sáu til þess að starfsfólkið færi ekki í jólaköttinn í ár. Líkt og fyrri ár eru gjafabréf vinsæl jólagjöf og virðist nú vera reglan frekar en undantekningin. Vísir tók saman hvað leyndist í jólapökkunum hjá starfsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana að þessu sinni.

Lífið
Fréttamynd

Margir á síðasta snúningi með jóla­pakkana

Margmenni var í Kringlunni að græja síðustu jólagjafirnar en þar lokar klukkan eitt í dag. Það er hefð margra að skilja allavega einn pakka eftir og klára þannig stússið á sjálfum aðfangadegi jóla.

Innlent
Fréttamynd

Fjúgandi hálka í kirkju­görðum Reykja­víkur

Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­saga: Stúlkan og uglan – jóla­nótt

Á jólanótt fyrir margt löngu var ugla sem var illa á sig komin. Hún flaug um í myrkrinu og leitaði sér skjóls í næturfrostinu. Í fjarska kom hún auga á agnarsmátt ljós og tók stefnuna beint á það. Hún kom að afskekktum sveitabæ þar sem ljósið skein og fyrir neðan sig heyrði hún fótatak á frosnum snjónum. Uglan leit niður og sá þá stúlku sem var á göngu.

Jól