
Innlent
Glærahálka á vegum
Lögreglan á Hólmavík var kölluð út um klukkan fjögur á föstudaginn vegna bílveltu í vestanverðum Hrútafirði. Ökumaður mun hafa misst stjórn á bílnum sökum hálku. Fjórir farþegar voru í bílnum og sluppu þeir allir ómeiddir. Bíllin er hinsvegar stórskemmdur. Glærahálka er á þessum slóðum og fólk beðið að fara varlega og aka hægt. Nú hefur snjóað yfir en getur verið hált undir sakleysislegum snjó.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×