Þakklát fyrir líf þeirra sem lifðu 5. desember 2004 00:01 Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Líf þriggja ungmenna hékk á bláþræði í eldsvoðanum á Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag, þar sem 21 árs maður lét lífið. Piltur sem fannst meðvitundarlaus inni í húsinu er á batavegi og fékk að fara af sjúkrahúsi í gær. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að þakka megi fyrir að slökkviliðsmennirnir hafi fyrst farið inn um þvottahúsið því annars hefði líklega ekki náðst til piltsins í tæka tíð. Björn segir slökkviliðsmann hafa nánast hnotið um piltinn þar sem hann lá í holi fyrir innan þvottahúsið. Stúlka sem var í húsinu var hvött af vegfarendum til að stökka út um glugga þar sem hún stóð sótug í miklum reyk. Piltur sem einnig var á efri hæð hússins komst að sjálfsdáðum niður af svölum þess. Full kirkja var við helgistund í Sauðárkrókskirkju í gær. "Þetta var bænastund þar sem aðallega var verið að þakka fyrir líf þeirra þriggja sem björguðust í brunanum og piltsins sem lést var minnst," segir Guðbjörg Jóhannesdóttir, sóknarprestur á Sauðárkróki. Einnig var minnst á slökkviliðsmennina og aðra sem unnu þrekvirki og voru hætt komnir við störf. Guðbjörg segir mjög dýrmætt að geta sameinast, hugsað til aðstandenda og þakkað fyrir björgunarstarfið sem var unnið. Hún segir mikinn samhug vera á meðal íbúa Sauðárkróks. Eftir bænastundina var jólatré bæjarins tendrað en því hafði verið frestað um einn dag vegna hins hörmulega atburðar. Ungu fólki sem tengjast ungmennunum, sem lentu í brunanum, verður boðið upp að hittast á fundi í dag þar sem veitt verður hópáfallahjálp. Ekki er hægt að segja til um eldsupptök að öðru leyti en að eldurinn var mestur í stofu hússins, í þeim hluta þar sem sófi og stólar eru.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira