Tími stórkostlegra tækifæra 6. desember 2004 00:01 "Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst trúarhátið, þar sem kristnir menn fagna komu frelsarans í heiminn. Við notum jólin til þess að rifja upp það sem hann boðaði og kenndi okkur, þó svo við eigum vissulega að gera það allt árið um kring," segir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur, aðspurð um merkingu jólahalds í hennar huga. "Þessi tími er góður til íhugunar og þá sér í lagi aðventan. Þessir eru tímarnir sem við förum yfir líf okkar og hugum að því hvernig lífi við lifum í raun. Hvort við höfum notað tíma okkar líkt og frelsarinn gerði; að setja okkur í spor annarra og eiga gefandi samskipti við meðbræður okkar." Jólin eru þó vissulega annatími kirkjunnar manna og því ekki úr vegi að ætla að sjálfur miðborgarpresturinn standi í stórræðum yfir aðventuna við messur og miklar hræringar. Er þessi tími annasamur í þinni prestþjónustu? "Nei, alls ekki. Sá tími sem nú fer í hönd er himneskur fyrir presta. Við fáum hér ótal tækifæri til að tala um mikilvægi trúarinnar. Við hittum á þessum árstíma marga og ólíka hópa, sem eiga það þó sameiginlegt að vilja staldra við og íhuga undur jólanna. Í mínum huga eru hátíðirnar því ekki fyrst og fremst annatími, heldur tími stórkostlegra tækifæra." Aðspurð segir Jóna aðventuna þó meiri annatíma en hátíðirnar sjálfar, þar sem hún er sérþjónustuprestur. "Aðventan er sá tími þegar fólk leitar gjarna eftir sálgæslu. Þykir mér afar dýrmætt að geta sinnt sálgæslu og verið þannig eyru fyrir annað fólk og leyft hjörtum okkar að slá í takt. Ég segi gjarna að aðventan og jólin séu í raun andlegur spegill okkar kristinna manna. Þetta er tími sjálfskoðunar. Gott er að staldra við kringum hátíðirnar og skoða hvernig við höfum lifað lífum okkar, hvernig tengsl okkar eru við annað fólk og hvernig við ræktum eigin trú. Utan þess að vera tilvalinn tími til sjálfsskoðunar eru jólin einnig ljóssins hátíð og er gott að eiga slíka hátíð að þegar skammdegið er einmitt sem mest, sér í lagi í þeim kulda og myrkri sem einkennir veðráttu okkar Íslendinga á þessum árstíma. Mitt í drunga vetrar njótum við birtunnar af boðskap Jesú Krists og birtunnar sem fylgir því að eiga hvort annað." Og á sjálfan aðfangadag sækir Jóna Hrönn messu með fjölskyldu sinni. "Maðurinn minn er sóknarprestur og fjölskyldan sækir messu í Laugarneskirkju klukkan sex á sjálft aðfangadagskvöld. Þá tökum við þátt í messunni og í framhaldi af því förum við heim og höldum hátíð ljóss og friðar. Ég legg mesta áherslu á það yfir aðventu og jól að vera með fjölskyldu minni." Jól Trúmál Mest lesið Jólaþröstur hjá Frank Michelsen Jólin Nú skal segja Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Frumsýning á jólamynd Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gáfu eina jólagjöf Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Reidd á hesti til nýrra heimkynna Jólin Prins póló kökur Jólin
"Í mínum huga eru jólin fyrst og fremst trúarhátið, þar sem kristnir menn fagna komu frelsarans í heiminn. Við notum jólin til þess að rifja upp það sem hann boðaði og kenndi okkur, þó svo við eigum vissulega að gera það allt árið um kring," segir Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur, aðspurð um merkingu jólahalds í hennar huga. "Þessi tími er góður til íhugunar og þá sér í lagi aðventan. Þessir eru tímarnir sem við förum yfir líf okkar og hugum að því hvernig lífi við lifum í raun. Hvort við höfum notað tíma okkar líkt og frelsarinn gerði; að setja okkur í spor annarra og eiga gefandi samskipti við meðbræður okkar." Jólin eru þó vissulega annatími kirkjunnar manna og því ekki úr vegi að ætla að sjálfur miðborgarpresturinn standi í stórræðum yfir aðventuna við messur og miklar hræringar. Er þessi tími annasamur í þinni prestþjónustu? "Nei, alls ekki. Sá tími sem nú fer í hönd er himneskur fyrir presta. Við fáum hér ótal tækifæri til að tala um mikilvægi trúarinnar. Við hittum á þessum árstíma marga og ólíka hópa, sem eiga það þó sameiginlegt að vilja staldra við og íhuga undur jólanna. Í mínum huga eru hátíðirnar því ekki fyrst og fremst annatími, heldur tími stórkostlegra tækifæra." Aðspurð segir Jóna aðventuna þó meiri annatíma en hátíðirnar sjálfar, þar sem hún er sérþjónustuprestur. "Aðventan er sá tími þegar fólk leitar gjarna eftir sálgæslu. Þykir mér afar dýrmætt að geta sinnt sálgæslu og verið þannig eyru fyrir annað fólk og leyft hjörtum okkar að slá í takt. Ég segi gjarna að aðventan og jólin séu í raun andlegur spegill okkar kristinna manna. Þetta er tími sjálfskoðunar. Gott er að staldra við kringum hátíðirnar og skoða hvernig við höfum lifað lífum okkar, hvernig tengsl okkar eru við annað fólk og hvernig við ræktum eigin trú. Utan þess að vera tilvalinn tími til sjálfsskoðunar eru jólin einnig ljóssins hátíð og er gott að eiga slíka hátíð að þegar skammdegið er einmitt sem mest, sér í lagi í þeim kulda og myrkri sem einkennir veðráttu okkar Íslendinga á þessum árstíma. Mitt í drunga vetrar njótum við birtunnar af boðskap Jesú Krists og birtunnar sem fylgir því að eiga hvort annað." Og á sjálfan aðfangadag sækir Jóna Hrönn messu með fjölskyldu sinni. "Maðurinn minn er sóknarprestur og fjölskyldan sækir messu í Laugarneskirkju klukkan sex á sjálft aðfangadagskvöld. Þá tökum við þátt í messunni og í framhaldi af því förum við heim og höldum hátíð ljóss og friðar. Ég legg mesta áherslu á það yfir aðventu og jól að vera með fjölskyldu minni."
Jól Trúmál Mest lesið Jólaþröstur hjá Frank Michelsen Jólin Nú skal segja Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Frumsýning á jólamynd Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Gáfu eina jólagjöf Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Allir í bað á Þorláksmessu Jól Reidd á hesti til nýrra heimkynna Jólin Prins póló kökur Jólin