
Geta þeir aldrei hætt þessu?
Það er rífandi gangur í innanlandsfluginu. Farþegunum fjölgar, fyrirtækin sem áður höfðu tapað stórfé hagnast. Starfsfólkið sem vinnur við flugrekstur gengur ánægt til vinnu sinnar á Reykjavíkurflugvelli og um land allt. Íbúar landsbyggðarinnar kunna vel að meta góða þjónustu og þægilegan ferðamáta. Ferðamenn fara um landið að aflokinni heimsókn til höfuðborgarinnar. Allir græða; Reykvíkingar þó mest því staðsetning flugvallarins býr til ótöluleg atvinnutækifæri, sem ella væru annað hvort ekki til staðar hér á landi, eða alla vega ekki innan bæjarmarka Reykjavíkur. En það ber skugga á. Enn á ný er hafin umræða um að kollvarpa þessu öllu. Svipta Íslendinga innanlandsflugi í núverandi mynd, auka bílaumferð úti á ofhlöðnum þjóðvegunum, klippa á mikilvæga atvinnustarfsemi og valda röskun mörg hundruð þúsund farþega sem nýta núna innanlandsflugið í landinu. Er þetta ekki furðulegt?
Og hverjir skyldu nú standa fyrir þessu? Jú, merkilegt nokk, meðal annarra fulltrúar og meintir málsvarar höfuðborgarinnar, sem mest græðir þó á innanlandsfluginu. Er mönnunum ekki sjálfrátt? Ætla þeir aldrei að hætta þessu? Margir héldu að innanlandsflug myndi smám saman lognast út af. Bættir vegir og öflugri aðrar samgöngur myndu gera það að verkum. Raunveruleikinn er annar. Frá árinu 2002 hefur innanlandsflugið vaxið. Fjöldi farþega sem fór um Reykjavíkurflugvöll í fyrra var 346 þúsund, en 325 þúsund árið á undan. Ef við skoðum fjölda farþega sem fara um íslenska áætlunarflugvelli og berum saman tölur fyrstu 10 mánaða hvers árs (en nýrri tölur eru ekki fyrirliggjandi fyrir þetta ár), þá blasir hið sama við. Farþegarnir voru 600 þúsund árið 2002, fóru upp í 637 þúsund í fyrra og voru orðnir 695 þúsund í lok október. Þá er eftir að bæta við tveimur mánuðum til þess að fá rauntölur yfirstandandi árs. Þar inni í er desember, jólamánuðurinn, þegar mikil umferð er um flugvellina. Borgir hafa meðal annars byggst í kringum samgöngumannvirki. Væri Kaupmannahöfn ekki snautleg án Hovedbanegården, eða hvernig væri upplitið á Lundúnum án lestarstöðvanna, sem flytja íbúa í stórum stíl til vinnu sinnar í borgunum? Í þessum löndum kannast ég ekki við umræðu af því tagi sem við berjum núna augum og hlustum á í fjölmiðlunum. Reykjavíkurflugvöllur er í raun og veru samgöngumiðstöð af þessu tagi. Hann er uppspretta gríðarlegra verðmæta í borginni. Hann eykur skilvirkni, býr til störf og hagkvæmni í atvinnulífinu og skapar þannig hagvöxt og betri lífskjör. Þess vegna er hún ekki bara þreytandi þessi síbylja gegn Reykjavíkurflugvelli, sem sífellt virðist ætla að ganga aftur. Hún er hreinlega óskiljanleg.
Skoðun

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar