Skaðabótamál í undirbúningi 8. desember 2004 00:01 Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira