Stakk mann með skærum 8. desember 2004 00:01 Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Rúmlega þrítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkmasárásir og frelsissviptingu í október í fyrra. Hann sótti annan mann í vinnuna og fór með hann nauðugan í bíl, dró hann á hárinu út úr bílnum, sparkaði ítrekað í höfuð hans og stakk hann með skærum. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í fyrri árásinni réðst maðurinn að manni sem hafði ekið á eftir honum í Þingholtunum í Reykjavík. Hann sparkaði í höfuð mannsins og sló hann hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka. Seinni árásin var viku síðar en þá fór árásarmaðurinn og sótti 26 ára mann í vinnuna. Hann fékk manninn með sér út á bílaplan og upp í bíl. Þaðan ók hann með manninn í Fossvoginn þar sem vitni sáu hann draga manninn á hárinu út úr bílnum og inn í kjarr. Nokkru síðar sáu vitnin þá koma úr kjarrinu og var sá sem ráðist hafði verið á alblóðugur. Báðir fóru mennirnir aftur inn í bílinn og sótti árásarmaðurinn handklæði í skott bílsins fyrir fórnarlambið. Mennirnir sátu báðir inni í bílnum þegar lögregla koma á vettvang og var árásarmaðurinn handtekinn eftir að lögreglan sá blóðug skæri aftur í bílnum. Sá sem varð fyrir árásinni var logandi hræddur að sögn lögreglu og að eigin sögn. Síðar vildi hann draga kæruna til baka þar sem hann óttaðist um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Fyrir dómi var framburður mannanna á annan veg en hjá lögreglu og virtust þeir allt í einu vera sammála um hvað hafði gerst. Þótti dómnum framburður fórnarlambsins ótrúverðugur en í réttarsal sagðist hann meðal annars hafa sjálfur stungið sig á skærunum. Þá sagðist hann hafa farið sjálfviljugur með árásarmanninum og þeir lent í útistöðum vegna kvennamála. Árásarmaðurinn var einnig dæmdur fyrir ítrekaðan ölvunarakstur í tvö skipti. Var hann sviptur ökuréttindum í þrjú ár og dæmdur til að greiða 260 þúsund krónur í sekt.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira