Fór ekki niður af svölum hússins 9. desember 2004 00:01 Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Maður sem komst út úr brennandi húsi við Bárustíg á Sauðárkróki á laugardag hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns. Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hefur staðfest þetta en segir það að mestu vera formsatriði sem gefi manninum kost á lögmanni og að þannig geti lögreglan hagað yfirheyrslum öðruvísi. Björn segir manninn ekki grunaðan um að hafa kveikt í húsinu enda liggi eldsupptök ekki fyrir. Ekkert við rannsókn málsins bendir til að maðurinn hafi farið út um svalir á annarri hæð hússins eins og talið var í fyrstu. Í ljós hefur komið að hann var síðastur út úr stofunni þar sem eldurinn er talinn hafa kviknað. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hann komst út úr húsinu en nokkuð víst þykir að það hafi verið út um aðaldyr hússins eða bakdyr þess. Þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn stóð maðurinn sótugur fyrir utan húsið. Hann segist ekkert muna eftir atburðum morgunsins. Stúlka sem stökk út um glugga á brennandi húsinu í fang nágranna hafði farið að sofa um klukkan tíu um morguninn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði hún tekið til í stofu hússins áður en hún fór að sofa. Hún tók bjórdósir og öskubakka og færði fram í eldhús en þá voru hinn látni og maðurinn sofandi í stofunni. Þetta fékkst ekki staðfest hjá lögreglu. Eldurinn er talinn hafa komið upp á hálftíma til fjörtíu og fimm mínútum því enginn eldur var í stofunni klukkan tíu. Reyndur rannsóknarlögreglumaður sem blaðið ræddi við segir það of skamman tíma til að svo mikill eldur geti myndast af sígarettuglóð. Nokkur munur er á því að gefa skýrslu hjá lögreglu sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Refsivert er fyrir vitni að segja ósatt frá í skýrslutöku en ekki fyrir þann sem hefur réttarstöðu grunaðs manns. Sá hefur líka þann kost að svara ekki spurningum sem lagðar eru fyrir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira