Dæmdur í fangelsi með tengdamömmu 14. desember 2004 00:01 25 ára gamall maður og tengdamóðir hans voru dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í tíu og fimmtán mánaða fangelsi fyrir hassinnflutning í febrúar á þessu ári. Saman voru þau sakfelld fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Tengdamóðir var ein ákærð og sakfelld fyrir að flytja inn fimm kíló af hassi. Hassið kom til landsins í tveimur sendingum og voru í báðum tilfellum falið í fjölum sem hafði verið fræst úr. Tengdamóðirin sá um tréverkið enda hafði hún lært trésmíði. Maðurinn játar að hafa falið tæp níu kíló af hassi í viðarfjölunum og að hafa látið senda það á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Hin sendingin, með fimm kílóum af hassi, var send með flugfragt til Ísland frá Kaupmannahöfn. Tengdamóðirin sá alfarið um þann innflutning en hún segist hafa keypt hassið af manni í Danmörku. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf sagðist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Þótti dómnum framburður tengdamóðurinnar mjög ótrúverðugur enda hafi verið reikul í frásögnum og margbreytt framburði sínum. Hún hafi getað greint frá tegund, magni og kaupverði hassins hjá lögreglu. Maðurinn játaði það sem honum var gefið að sök í ákæru. Maðurinn hafði áður gengist fimm sinnum undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota og brotum á lögum um ávana- og fíkniefni. Tengdamóðirin, sem er 37 ára, hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Níu daga gæsluvarðhald sem þau sættu kemur til frádráttar refsingarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
25 ára gamall maður og tengdamóðir hans voru dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í tíu og fimmtán mánaða fangelsi fyrir hassinnflutning í febrúar á þessu ári. Saman voru þau sakfelld fyrir innflutning á tæpum níu kílóum af hassi. Tengdamóðir var ein ákærð og sakfelld fyrir að flytja inn fimm kíló af hassi. Hassið kom til landsins í tveimur sendingum og voru í báðum tilfellum falið í fjölum sem hafði verið fræst úr. Tengdamóðirin sá um tréverkið enda hafði hún lært trésmíði. Maðurinn játar að hafa falið tæp níu kíló af hassi í viðarfjölunum og að hafa látið senda það á sínu nafni til Íslands. Hann segist hafa lánað manni, sem ekki er upplýst hvað heitir, 400 þúsund krónur til fíkniefnakaupanna en peningana hafi hann átt að fá endurgreidda ásamt veglegri þóknun fyrir innflutninginn. Hin sendingin, með fimm kílóum af hassi, var send með flugfragt til Ísland frá Kaupmannahöfn. Tengdamóðirin sá alfarið um þann innflutning en hún segist hafa keypt hassið af manni í Danmörku. Lögreglan lagði síðar hald á 3,6 kíló af hassinu og er hún grunuð um að hafa selt það sem á vantaði. Sjálf sagðist hún hafa ætlað að flytja inn fimm kíló en segir lögregluna hafa fundið allt sem hún flutti inn. Segist hún því líklega ekki hafa fengið rétt magn þegar hún keypti hassið. Áður sagði hún tengdasoninn hafa selt það sem upp á vantaði. Þótti dómnum framburður tengdamóðurinnar mjög ótrúverðugur enda hafi verið reikul í frásögnum og margbreytt framburði sínum. Hún hafi getað greint frá tegund, magni og kaupverði hassins hjá lögreglu. Maðurinn játaði það sem honum var gefið að sök í ákæru. Maðurinn hafði áður gengist fimm sinnum undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota og brotum á lögum um ávana- og fíkniefni. Tengdamóðirin, sem er 37 ára, hefur ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi og var litið til þess við ákvörðun refsingar. Níu daga gæsluvarðhald sem þau sættu kemur til frádráttar refsingarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira