Guðjón Valur á leið til Gummersbach 15. desember 2004 00:01 Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach. Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira
Fjögurra ára veru Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá TUSEM Essen lýkur 29. maí á næsta ári er hann leikur á heimavelli gegn félaginu sem hann mun leika með á næstu tvö árin, Gummersbach. Það verður eflaust skrítin tilfinning fyrir Guðjón Val sem hefur liðið vel hjá Essen og er eingöngu að fara frá félaginu til þess að prófa nýja hluti. "Þetta er búinn að vera frábær tími hjá Essen og svolítið erfitt að yfirgefa félagið. Mér finnst ég hafa tekið stöðugum framförum hjá félaginu og þjálfari liðsins er alveg stórkostlegur. En við fjölskyldan vildum prófa nýja hluti og því tók ég þessa ákvörðun," sagði Guðjón Valur í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var þá nýkominn af æfingu þar sem leikmenn Essen lögðu línurnar fyrir leikinn gegn Minden í kvöld. Guðjón segist hafa komið heiðarlega fram við Essen frá því hann ákvað að söðla um og hann yfirgefur félagið í góðu. "Þeir vildi halda mér og buðu mér mjög fínan samning. Ég afþakkaði gott tilboð, kom heiðarlega fram og sagðist vilja fara nýjar leiðir. Ég byrjaði síðan að ræða við Gummersbach fyrir þrem til fjórum vikum síðan og við munum væntanlega skrifa undir samninginn á fimmtudag eða föstudag," sagði Guðjón Valur en hann er að ganga í raðir liðs sem hefur sterkari leikmannahóp en Essen og mun að öllum líkindum vera í toppbaráttu þýsku deildarinnar næstu árin. Þar að auki er mikil stemning í kringum félagið og mætingin á leiki liðsins mjög góð. "Þeir hafa hingað til leikið örfáa leiki í 18 þúsund manna höll í Köln en á næsta tímabili munu þeir spila ellefu leiki þar. Ég hef spilað gegn þeim í þessari höll og það er alveg frábært. Það verður mikil upplifun að spila þar á næstu leiktíð en aldrei hafa færri en 14 þúsund manns mætt á þessa leiki þeirra í Köln. Svo er Gummersbach líka með með hörkusterkan leikmannahóp og ég bíð spenntur eftir því að leika með félaginu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, tilvonandi leikmaður Gummersbach.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Fleiri fréttir Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Sjá meira