Vonin fer minnkandi 16. desember 2004 00:01 Friðrik Smári segir allar ábendingar sem lögreglan fékk hafa verið kannaðar án þess að þær hafi leitt til handtöku. Friðrik segir mjög svekkjandi að ekki hafi tekist að upplýsa þetta alvarlega mál. Vísir/Anton Brink Rannsókn á brottnámi níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember hefur ekki borið árangur að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Hann segir allar ábendingar sem lögreglan fékk hafa verið kannaðar án þess að þær hafi leitt til handtöku. Friðrik segir mjög svekkjandi að ekki hafi tekist að upplýsa þetta alvarlega mál. Friðrik segir ábendingar hættar að berast lögreglu og því lengri tími sem líður frá verknaðinum eru minni líkur á að það takist að upplýsa málið. Hann segir málið erfitt og það takist ekki alltaf að leysa mál þó að allt sé lagt í sölurnar. "En það er ekki öll nótt úti enn, það er alltaf von," segir Friðrik. Við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lögreglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Friðrik segir að rætt hafi verið við rúmlega þrjátíu menn sem falla undir lýsingu stúlkunnar á manninum. Hún sagði hann vera um tvítugt, sköllóttan, með gleraugu með svartri umgjörð og með skeggtopp undir neðri vör. Þá hefur verið rætt við manninn sem tók stúlkuna upp í og foreldra hennar. Ekki leikur grunur á að stúlkan hafi sagt ósatt til um það sem gerðist. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Rannsókn á brottnámi níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember hefur ekki borið árangur að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi. Hann segir allar ábendingar sem lögreglan fékk hafa verið kannaðar án þess að þær hafi leitt til handtöku. Friðrik segir mjög svekkjandi að ekki hafi tekist að upplýsa þetta alvarlega mál. Friðrik segir ábendingar hættar að berast lögreglu og því lengri tími sem líður frá verknaðinum eru minni líkur á að það takist að upplýsa málið. Hann segir málið erfitt og það takist ekki alltaf að leysa mál þó að allt sé lagt í sölurnar. "En það er ekki öll nótt úti enn, það er alltaf von," segir Friðrik. Við hringtorgið á mótum Álfhólsvegar og Bröttubrekku í Kópavogi stöðvaði maðurinn bíl sinn, fór út og kynnti sig sem lögreglumann fyrir stúlkunni. Hann sagði stúlkunni að móðir hennar hefði lent í slysi og lægi þungt haldin á sjúkrahúsi og hann ætti að ná í hana. Maðurinn virðist hafa ekið með stúlkuna beint upp á Mosfellsheiði. Á veginum upp að Skálafelli hálffesti hann bílinn í snjókrapi. Eftir að hafa náð að losa bílinn skildi hann stúlkuna eftir í myrkrinu og kuldanum. Hún gekk niður á Þingvallaveg þar sem hún stöðvaði akandi mann sem kom henni í réttar hendur en þá voru um tveir tímar síðan henni var rænt. Fyrst var farið með stúlkuna til skoðunar á sjúkrahúsi og er ekki grunur um líkamlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Friðrik segir að rætt hafi verið við rúmlega þrjátíu menn sem falla undir lýsingu stúlkunnar á manninum. Hún sagði hann vera um tvítugt, sköllóttan, með gleraugu með svartri umgjörð og með skeggtopp undir neðri vör. Þá hefur verið rætt við manninn sem tók stúlkuna upp í og foreldra hennar. Ekki leikur grunur á að stúlkan hafi sagt ósatt til um það sem gerðist.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent