Óvenjumargir í varðhaldi 18. desember 2004 00:01 Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu. Flestir hafa verið handteknir vegna ofbeldismála og fíkniefnamála en einnig sitja innbrotsþjófar bak við lás og slá í síbrotagæslu. Af þeim sem nú eru vistaðir í gæsluvarðhaldi eru sautján karlar en tvær konur og sá elsti er 42 ára en sá yngsti tvítugur. Þeir sem sæta gæsluvarðhaldi byrja yfirleitt fangelsisvistina í einangrun. Þá eru þeir algjörlega einangraðir frá umheiminum, dvelja í átta fermetra klefa og fá ekki að fara út úr honum nema í klukkustund á dag. Einangrunarvistin er allt frá nokkrum dögum upp í tvo mánuði. Þessi vist hefur oft mikil áhrif á sálarlíf fanganna og einstaka menn hafa ekki borið sitt barr að henni lokinni. Í almennu gæsluvarðhaldi fá þeir aukið frelsi, meðal annars með heimsóknum og notkun fjölmiðla. Gæsluvarðhaldsfangar eru flestir vistaðir á Litla-Hrauni en þar eru níu einangrunarpláss og tvö í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Rík ástæða þarf að vera til að dómstólar heimili gæsluvarðhald. Glæpurinn þarf að vera svo alvarlegur að hann varði fangelsi. Síðan þarf beiðni lögreglu um gæsluvarðhaldsvist að uppfylla eitt af fjórum skilyrðum. Í fyrsta lagi að hinn grunaði sé líklegur til að torvelda rannsókn málsins, til dæmis með því að afmá ummerki, skjóta undan munum eða hafa áhrif á vitni eða samseka, í öðru lagi að hann sé líklegur til að flýja land eða koma sér á annan hátt undan refsingu, í þriðja lagi að ætla megi að hann haldi áfram brotum áður en dæmt er í máli hans og í fjórða lagi að nauðsynlegt sé að verja aðra fyrir árásum sakbornings eða hann sjálfan fyrir árásum annarra. Í flestum tilvikum vísar lögregla til fyrsta skilyrðisins þegar hún fer fram á gæsluvarðhald. Íslendingar hafa verið gagnrýndir af alþjóðlegum eftirlitsstofnunum fyrir að beita gæsluvarðhaldi of frjálslega og vista menn of lengi í einangrun. Samsvarandi greinar í dönskum lögum eru til dæmis nokkuð þrengri en þær íslensku. Þar er meðal annars gerð krafa um að glæpurinn sé þess eðlis að hann varði að minnsta kosti fangelsi í eitt og hálft ár. Þar að auki hafa Danir sett ítarlegar reglur um lengd einangrunar og skilyrði fyrir henni. Hjá okkur fer ekki fram sérstakur málflutningur um það hvort þörf sé á einangrun gæsluvarðhaldsfanga. Yfirvöld hér á landi hafa þó brugðist við gagnrýninni og flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að gæsluvarðhaldsúrskurðir séu nú styttri og færri en áður. Auk þess er nú reynt að létta mönnum vistina eins og hægt er og jafvel eru dæmi um að maður hafi fengið að halda upp á afmæli sitt í faðmi fjölskyldunnar í einangrunarklefa á Litla-Hrauni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira