Þór áfram á kostnað Frammara 18. desember 2004 00:01 Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning enda var ég óánægður með leik okkar hér og fátt sem gekk eins og það átti að gera. Ég þakka FH kærlega fyrir enda tel ég þrátt fyrir allt saman að við eigum fullt erindi í úrvalsdeildina. Hópurinn er góður og þessi árangur okkar er mun betri en flestir spáðu hér fyrr í vetur þar sem við byrjuðum frekar illa. Ég er engu að síður bjartsýnn þrátt fyrir slakan leik okkar gegn HK." HK má þó þakka markverði sínum, Herði Ólafssyni, hversu mikill munur var á liðunum en hann varði mjög vel allan leikinn. Varði hann 21 skot, mörg hver úr dauðafærum, meðan kollegi hans hjá Þór, Mareks Skabekis, sem einnig stóð sig vel, varði aðeins fjórtán. Markahæstur hjá HK var Augustas Strazdas með níu mörk en í liði Þórs var Árni Þór Sigtryggsson í sérflokki með tólf mörk. Í hálfleik hjá Fram og FH leit ekki út fyrir að Þórsarar væru á leiðina í úrvalsdeild enda staðan 17-12 fyrir Fram og héldu Framarar góðri forystu fram eftir seinni hálfleik þangað til að leikmenn FH, sem léku mestan leikinn einum færri, tóku sig saman í andlitinu og höfðu með mikilli þrautseigju eins marks sigur. Það verða því Fram, FH og Afturelding sem sitja eftir með sárt ennið í norðurriðlinum en Þór, HK, KA og Haukar sem halda áfram. Í fyrrakvöld varð einnig ljóst hvaða félög fara í úrvalsdeildina úr suðurriðli. Þá sigruðu Valsmenn lið ÍR með eins marks mun 29-28 og eru það Valur, ÍR, ÍBV og Víkingur sem fara upp en Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss leika í annarri deild að ári. albert@frettabladid.is Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Leikurinn var aldrei mikið fyrir augað og sagði þjálfari Þórs, Axel Stefánsson, eftir leikinn að þetta hefði verið einn versti leikur sinna manna um langa hríð. "Það er fargi af mér létt að vita til þess að við komumst áfram vegna sigurs FH á Fram en þetta er skrýtin tilfinning enda var ég óánægður með leik okkar hér og fátt sem gekk eins og það átti að gera. Ég þakka FH kærlega fyrir enda tel ég þrátt fyrir allt saman að við eigum fullt erindi í úrvalsdeildina. Hópurinn er góður og þessi árangur okkar er mun betri en flestir spáðu hér fyrr í vetur þar sem við byrjuðum frekar illa. Ég er engu að síður bjartsýnn þrátt fyrir slakan leik okkar gegn HK." HK má þó þakka markverði sínum, Herði Ólafssyni, hversu mikill munur var á liðunum en hann varði mjög vel allan leikinn. Varði hann 21 skot, mörg hver úr dauðafærum, meðan kollegi hans hjá Þór, Mareks Skabekis, sem einnig stóð sig vel, varði aðeins fjórtán. Markahæstur hjá HK var Augustas Strazdas með níu mörk en í liði Þórs var Árni Þór Sigtryggsson í sérflokki með tólf mörk. Í hálfleik hjá Fram og FH leit ekki út fyrir að Þórsarar væru á leiðina í úrvalsdeild enda staðan 17-12 fyrir Fram og héldu Framarar góðri forystu fram eftir seinni hálfleik þangað til að leikmenn FH, sem léku mestan leikinn einum færri, tóku sig saman í andlitinu og höfðu með mikilli þrautseigju eins marks sigur. Það verða því Fram, FH og Afturelding sem sitja eftir með sárt ennið í norðurriðlinum en Þór, HK, KA og Haukar sem halda áfram. Í fyrrakvöld varð einnig ljóst hvaða félög fara í úrvalsdeildina úr suðurriðli. Þá sigruðu Valsmenn lið ÍR með eins marks mun 29-28 og eru það Valur, ÍR, ÍBV og Víkingur sem fara upp en Grótta/KR, Stjarnan og Selfoss leika í annarri deild að ári. albert@frettabladid.is
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira