Grunur um undanskot eigna 20. desember 2004 00:01 Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira
Uppboð á húseignunum að Brjánsstöðum gekk í gegn með eðlilegum hætti en upp kom grunur um að búið væri að selja út úr eigninni fimm smáhýsi og hugsanlega eitthvað af innbúi eða innréttingum. Verðmæti smáhýsanna og innréttinganna getur numið að minnsta kosti 2,5 milljónum króna. Gylfi Sigurðsson, fyrrverandi eigandi og einn af kröfuhöfum í eignina, segist búast við að gerð verði kyrrsetningarkrafa, riftunarkrafa eða jafnvel kæra vegna undanskots eigna. Málavextir eru þeir að hlutafélagið Karat ehf., Sigrún Hauksdóttir og Jón Þorsteinn Hjaltason, keypti bændagistinguna á Brjánsstöðum fyrir tveimur árum fyrir 165 milljónir króna. Þau tóku yfir þær skuldir sem hvíldu á eigninni og greiddu kaupverðið m.a. með skuldabréfi og veði í smáhýsunum. Ekki hafði verið gefið út afsal. Hjónunum tókst ekki að standa í skilum og var því haldið nauðungaruppboð að beiðni Skeiða- og Gnúpaverjahrepps, Landsbanka Íslands og Eignanets ehf. Í uppboðinu bauð hæst Gylfi Sigurðsson, sá sem byggði upp bændagistinguna og seldi hjónunum fyrir tæpum tveimur árum á 165 milljónir króna. Tilboði hans upp á 141 milljón var tekið og fékk hann nokkra daga til að ganga frá greiðslunni. Það tókst þó ekki og fékk því næsti uppboðsbjóðandi, KB banki, eignina fyrir 140 milljónir. Hjónin á Brjánsstöðum keyptu bændagistinguna ásamt fasteignum fyrir tveimur árum. Kaupin vöktu undrun á þeim tíma því að þau höfðu þá nýverið orðið gjaldþrota með minni rekstur að Efri-Brú. Ríkið keypti þá eign undir Byrgið og hjónin keyptu bændagistinguna að Brjánsstöðum og reka þar nú Hótel Heklu. Lögmaður Karat ehf. segir að um misskilning og mistök sé að ræða. Munnleg heimild hafi verið gefin fyrir sölu smáhýsanna og fyrir því séu vitni. Sigrún Hauksdóttir segir að engu hafi verið skotið úr búinu á Brjánsstöðum. Smáhýsin séu í nágrenni jarðarinnar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Sjá meira