Ekki truflandi áhrif 22. desember 2004 00:01 Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli. Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, telur að fréttir um að skattrannsóknarstjóri hafi vísað hluta af skattrannsókn á Baugi aftur til Ríkislögreglustjóra hafi ekki áhrif á nýjustu viðskipti félagsins erlendis, til dæmis kaupin á Big Food Group, BFG, og þar áður Magasin du Nord. "Öllum er kunnugt um þessar rannsóknir, þær hafa verið opinberar fréttir í nokkur misseri," segir Hreinn og bendir á að kaupin á BGF séu "bara staðgreiðsluboð í ákveðin bréf með aðstoð virtra lánastofnana þannig að við getum ekki séð að það eigi að hafa nein truflandi áhrif, vonum það allavega ekki. Hluthafar hafa nú tíma til að ákveða hvort þeir taka þessu boði eða ekki, það er búið að mæla með því og öllum viðræðum er lokið," segir Hreinn og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Baugur hefur ekki fengið niðurstöðu frá embætti Ríkisskattstjóra en búist er við því fyrir áramót. Ekki er vitað hvaða hluti rannsóknarinnar hefur verið sendur aftur til embættis Ríkislögreglustjóra þó að einhverjar getgátur virðist vera um það innan Baugs. Hreinn vill ekki staðfesta þetta né segja út á hvað þær getgátur gangi. Hann vill heldur ekki koma með bollaleggingar um það hvert framhald málsins verður eða hvenær endanlega niðurstaða liggi fyrir. Þó er ljóst að það skiptir Baug máli að niðurstaða berist úr skattrannsókninni. Baugur hefur áður gagnrýnt tímasetninguna á fréttum um skattrannsóknina og hefur Hreinn sagt að tímasetningin veki undrun, fréttir um rannsóknina berist þegar jákvæðar fréttir eru um fyrirtækið. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, vildi ekki gefa neinar upplýsingar um málið. Hann segir að 20-30 mál séu til rannsóknar hjá embættinu og 15 manna lögreglusveit sinni þeim á vegum embættisins, tveir til sex í hverju máli.
Fréttir Innlent Lög og regla Viðskipti Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming Sjá meira