Foreldrar meðal brennuvarga 26. desember 2004 00:01 Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðsstjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikjunum. "Við höfum frætt skólabörn um eldhættur svo standa foreldra sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín." "Þetta er leiðinlegur fíflagangur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir það hljóti að hafast að safna í nýja áramótabrennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálfsagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugnum. Síðan var kveikt í áramótabrennunni og í lítilli brennu við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. Athygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru handteknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óverulegar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira