Þróunarríki örvænta 26. desember 2004 00:01 Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Búenos Aíres lauk með málamiðlunum um hvernig bregðast eigi við hlýnun á jörðinni. Einungis náðist samkomulag um hvernig viðræðum Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verði háttað á næstunni. Fallist var á nokkurra daga málþing á næsta ári þar sem rætt verður um vandann og möguleg viðbrögð. Helstu ágreiningsefni milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins snerust um hvað eigi að gera þegar Kyoto-samkomulaginu lýkur árið 2012. Stjórn Bandaríkjanna sagði sig frá samkomulaginu árið 2001 og hefur fram til þessa neitað að taka þátt í viðræðum um hvað taki við að því loknu. Í Kyoto-samkomulaginu er gert ráð fyrir að þjóðir sem undirrituðu samkomulagið dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 5,2 prósent frá því sem hún var árið 1990. Evrópusambandið hefur reynt að fá Bandaríkin og fjölmenn lönd eins og Kína og Indland til að undirbúa samkomulag um enn frekari takmarkanir við losun gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2012. Suður-Afríka og fleiri þróunarríki tóku undir afstöðu Evrópusambandsins. Eyríki sem stafar ógn af hækkun yfirborðs sjávar hvöttu til þess að hert yrði á baráttunni gegn hlýnun jarðar. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sat fundinn í Búenos Aíres. Hann segir að fulltrúar Bandaríkjanna hafi einsett sér að eyðileggja fundinn en tekist hafi að bjarga því fyrir horn. Kyoto-samkomulagið lifi og byrjað verði á samningaviðræðum á næsta ári um hvernig taka eigi á málum eftir 2012. Hann segir Bandaríkjastjórn og George Bush Bandaríkjaforseta leggjast gegn aðgerðum en Evrópa, Japan og Kanada reyni að halda sínu striki, en þessar þjóðir hafi kosið að gera eitthvað til að forða loftslagsbreytingum. Hins vegar hafi örvæntingar gætt hjá fulltrúum eyríkja og fátækra þróunarríkja á ráðstefnunni í Búenos Aíres. Bæði vegna þess að þau verði mest fyrir barðinu á loftslagsbreytingum og breyttu veðurfari, auk þess sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka á afleiðingunum. Hann segir Hollendinga gera ráð fyrir því að verja fimmtán milljónum evra í eflingu sjóvarnargarða vegna hækkunar sjávar. Slíka fjármuni hafi fátækari ríki hins vegar ekki og eigi þannig erfiðara um vik að verjast flóðum. "Úrræðaleysi einkenndi málflutning fulltrúa margra þjóða," segir Árni. "Þarna var maður frá Bangladess sem spurði hvert 120 milljónir íbúa landsins ættu að flýja þegar það verður óbýlt vegna flóða." Nýsjálendingar hafa þegar boðist til að taka á móti íbúum eyjunnar Túvalú vegna hækkun yfirborðs sjávar, en þeir eru aðeins nokkur þúsund talsins.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira